banner
   fim 12. desember 2019 12:53
Elvar Geir Magnússon
Aron Þrándar gæti farið til Helsingborgar
Aron spjallar við Erik Hamren, landsliðsþjálfara Íslands.
Aron spjallar við Erik Hamren, landsliðsþjálfara Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænskir fjölmiðlar segja að Helsingborg vilji fá Aron Elís Þránd­ar­son í sínar raðir og hafi boðið honum samning.

Mbl.is segir frá þessu og vitnar í vefmiðilinn min­boll.se.

Helsingborg endaði í tíunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í ár en Daníel Hafsteinsson er meðal leikmanna liðsins.

Aron hjálpaði Álasundi að komast upp í norsku úrvalsdeildina en telur þó rétta tímapunktinn að fara annað.

„Ég væri helst til að prófa annað en Noreg en það verður bara að koma í ljós. Danmörk, Svíþjóð, Holland og Belgia eru allt spennandi kostir. Vonandi verður allt klárt áður en það kemur nýtt ár," sagði Aron í viðtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði.

Aron Elís er 25 ára sóknarmiðjumaður sem var í íslenska landsliðshópnum í síðasta landsleikjaglugga. Hann á fjóra A-landsleiki á ferilskrá sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner