Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. desember 2019 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ashley Cole: Núna áttar fólk sig kannski á mikilvægi Wenger
Mynd: Getty Images
Ashley Cole var spurður út í stjóramál Arsenal í stuttu samtali á Sky Sports.

Cole var lykilmaður hjá Arsenal en yfirgaf félagið sumarið 2006 til að ganga í raðir erkifjendanna í Chelsea. Stuðningsmenn Arsenal hafa aldrei fyrirgefið honum þessi svik.

„Það var mikið af fólki sem sagði 'Wenger út'. Svo fór Wenger og síðan þá hafa stuðningsmenn kannski byrjað að skilja hversu mikilvægu starfi hann sinnti bakvið tjöldin," sagði Cole.

„Emery virkaði ekki og núna er Freddie mættur. Ég vona að hann taki við því hann þekkir þetta félag eins og sitt eigið handarbak. Hann var vinur minn þegar við vorum saman hjá Arsenal og vonandi getur hann snúið þessu slæma gengi við."

Carlo Ancelotti var rekinn úr þjálfarastól Napoli í vikunni og hefur hann verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki Emery á Emirates. Cole spilaði undir stjórn Ancelotti hjá Chelsea.

„Carlo var frábær hjá Chelsea. Hann var ekki aðeins frábær stjóri heldur líka besti vinur leikmanna. Hann er æðisleg manneskja."

Cole, sem lék 107 landsleiki fyrir England, verður 39 ára eftir rúma viku og var ráðinn sem U15 þjálfari hjá Chelsea í október.
Athugasemdir
banner
banner