Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 14. desember 2019 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslensk félög greiði of há laun
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Raggi Óla
Í nýrri skýrslu sem Jóhann Már Helgason vann, kemur fram að íslensk félög í tveimur efstu deildum karla greiði hátt í 80% í laun af heildartekjum félaganna.

Það er hærra en á öðrum Norðurlöndum og í Skotlandi, sem er notað til samanburðar í skýrslunni.

RÚV greinir frá þessu.

„FIFA og UEFA mæla með að þessi tala fari ekki hærra en 55 til 60 prósent og þetta þýðir þá bara að aðrir hlutir sitja á hakanum hjá íslenskum félögum, til að mynda innviðauppbygging og annað slíkt þannig að það er í rauninni kannski ekki jákvætt," segir Jóhann í viðtali við RÚV, en hann vann áður sem framkvæmdastjóri Aftureldingar og Vals.

Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks Toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum Íslands, segist geta tekið undir það að launin séu of há.

„Það sem ég set kannski spurningarmerki við er hvað sé nákvæmlega verið að bera saman. Þannig er umhverfið hér á Íslandi að aðstandendur félaganna reka öll mannvirki og slíkt þannig að knattspyrnudeildirnar eru fyrir vikið með miklu hærra hlutfall af veltu í launakostnaði."

„En ég held ég geti alveg tekið undir það að félög séu að borga of mikla peninga í laun," segir Haraldur.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að það sé gott að taka umræðuna.

„Þetta er alla vega mjög sterk vísbending um það að við þurfum að gæta að okkur og ég held að þessi skýrsla sé bara gott innlegg, það er gott að taka umræðuna. Í kjölfarið, og ég sé þegar þess merki að félögin bregðast við og reyna að ná betri tökum á þessu," sagði Guðni.

Hann sagði einnig: „Svo held ég líka í gegnum upplýsingagjöf, ef við myndum taka skrá yfir hver meðallaun væru almennt á markaðnum, yfir tiltekna stöðu, vissan aldur og svo framvegis. Með þannig upplýsingagjöf gætum við verið bakland hvað þetta varðar. Þá myndu félag geta áttað sig á því hvar þau eru í þessari heildarmynd."


Athugasemdir
banner
banner
banner