Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 14. desember 2019 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marcelo óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar
Marcelo.
Marcelo.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Marcelo tjáði liðsfélögum sínum hjá Lyon að hann vilji fara frá félaginu. Þetta gerði hann eftir að Lyon komst áfram í Meistaradeildinni í vikunni.

RMC Sport í Frakklandi segir frá þessu.

Stuðningsmenn Lyon eru ekki sérlega sáttir með stöðu mála þrátt fyrir að félagið hafi komist áfram í Meistaradeildinni. Lyon er sem stendur í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.

Lyon gerði 2-2 jafntefli gegn RB Leipzig á þriðjudag og tryggði það liðinu áfram í Meistaradeildinni. Eftir leikinn komst einn áhangandi Lyon inn á völlinn með fána gegn Marcelo. Búið var að teikna asna á fánann með undirskriftinni: „Marcelo, yfirgefðu félagið."

Sjá einnig:
Lyon komst áfram: Memphis fokreiður

Marcelo er ekki vel liðinn hjá hörðustu stuðningsmönnum Lyon og samkvæmt RMC Sport þá vill hann fara frá félaginu og eins fljótt og hægt er. Hann er sagður óttast mjög um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar í Lyon.

Marcelo er 32 ára gamall, en hann hefur leikið með Lyon frá 2017. Hann er samningsbundinn til 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner