Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. desember 2019 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Mark á 1. mínútu og rautt spjald upp á Skaga
Sindri fékk rautt í æfingaleik.
Sindri fékk rautt í æfingaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA hafði betur gegn Fjölni þegar liðin mættust í æfingaleik í Akraneshöllinni í dag. Þetta er þrátt fyrir að Fjölnismenn hafi komist yfir í sinni fyrstu sókn í leiknum.

Á 70. mínútu leiksins var Sindri Snær Magnússon rekinn af velli með beint rautt spjald. Hann braut þá á Grétari Snæ Gunnarssyni, leikmanni Fjölnis.

Grindavík lagði þá Álftanes að velli í æfingaleik, 3-1 þar sem Sigurjón Rúnarsson skoraði tvö og Guðmundur Magnússon gerði eitt.

Hér að neðan eru mörkin og rauða spjaldið af Skaganum.

ÍA 2 - 1 Fjölnir
0-1 Ingibergur Kort Sigurðsson ('1)
1-1 Hallur Flosason ('10)
2-1 Bjarki Steinn Bjarkason ('17)
Rautt spjald: Sindri Snær Magnússon ('70)

Grindavík 3-1 Álftanes
Mörk Grindavíkur: Sigurjón Rúnarsson 2, Guðmundur Magnússon
Mark Álftanes: Anton Ingi Sigurðarson


Athugasemdir
banner
banner