Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 14. desember 2019 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Coutinho með þrennu og tvær stoðsendingar
Stórleikur hjá þessum manni!
Stórleikur hjá þessum manni!
Mynd: Getty Images
Sancho skoraði fyrir Dortmund.
Sancho skoraði fyrir Dortmund.
Mynd: Getty Images
Bayern München lenti 1-0 undir gegn Werder Bremen, en náði að snúa leiknum heldur betur sér í vil. Það voru fimm leikir að klárast í þýsku úrvalsdeildinni.

Milot Rashica kom Werder Bremen yfir á 24. mínútu, en fyrir leikhlé jafnaði Philippe Coutinho. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Robert Lewandowski Bayern yfir og staðan 2-1 í hálfleik.

Coutinho skoraði tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum og gerði hann þrennu. Hann lagði einnig upp tvö mörk, þvílíkur leikur hjá Brasilíumanninum sem er í láni frá Barcelona.

Lewandowski skoraði einnig í seinni hálfleiknum og var Thomas Müller á skotskónum.

Lokatölur 6-1 fyrir Bayern og er liðið komið upp í fjórða sæti með 27 stig. Werder er í 15. sæti með 14 stig.

Dortmund er í þriðja sæti með 29 stig eftir góðan sigur gegn Mainz á útivelli, 4-0. Marco Reus, Jadon Sancho, Thorgan Hazard og Nicho Schulz skoruðu mörk Dortmund.

Þetta var hins vegar ekki góður dagur fyrir Leverkusen sem tapaði gegn Köln, liðinu í næst neðsta sæti deildarinnar. Leverkusen fékk einnig tvö rauð spjöld í leiknum.

Hertha Berlín vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jurgen Klinsmann og Paderborn og Union Berlín gerðu jafntefli í nýliðaslag.

Bayern 6 - 1 Werder
0-1 Milot Rashica ('24 )
1-1 Philippe Coutinho ('45 )
2-1 Robert Lewandowski ('45 )
3-1 Philippe Coutinho ('63 )
4-1 Robert Lewandowski ('72 )
5-1 Thomas Muller ('75 )
6-1 Philippe Coutinho ('78 )

Hertha 1 - 0 Freiburg
1-0 Vladimir Darida ('53 )

Mainz 0 - 4 Borussia D.
0-1 Marco Reus ('32 )
0-2 Jadon Sancho ('66 )
0-3 Thorgan Hazard ('69 )
0-4 Nico Schulz ('84 )

Koln 2 - 0 Bayer
1-0 Jhon Cordoba ('73 )
2-0 Sebastiaan Bornauw ('84 )
Rautt spjald: Aleksandar Dragovic, Bayer ('62), Leon Bailey, Bayer ('77)

Paderborn 1 - 1 Union Berlin
0-1 Marcus Ingvartsen ('7 )
1-1 Kai Proger ('33 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner