Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. desember 2019 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: PAOK með sigur í titilbaráttunni - Larissa tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK í auðveldum sigri á útivelli gegn botnliði Panetolikos.

Chuba Akpom, fyrrum leikmaður Arsenal, kom inn af bekknum í seinni hálfleik í stöðunni 0-1. Fjórum mínútum síðar lagði hann upp og skoraði svo sjálfur skömmu eftir það.

PAOK deilir toppsæti grísku deildarinnar með Olympiakos. Bæði lið eru með 34 stig eftir 14 umferðir, tíu stigum á undan AEK frá Aþenu sem vermir þriðja sætið.

Panetolikos 0 - 3 PAOK
0-1 D. Pelkas ('7)
0-2 D. Limnios ('66)
0-3 Chuba Akpom ('69)

Ögmundur Kristinsson varði þá mark AEL Larissa í svekkjandi tapi á heimavelli gegn Atromitos.

Liðin eru í beinni samkeppni um sæti í umspilinu um Grikklandsmeistaratitilinn og er aðeins eitt stig sem skilur liðin að eftir úrslit dagsins.

Gestirnir frá Atromitos komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en þeir áttu aðeins þrjár marktilraunir allan leikinn. Tvær hæfðu rammann.

Larissa var við stjórnvölinn en tókst ekki að minnka muninn fyrr en Fatjon Andoni skoraði úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleik náði Atromitos að loka varnarlínu sinni vel og tókst heimamönnum ekki að jafna.

AEL Larissa 1 - 2 Atromitos
0-1 J. Umbides ('5)
0-2 R. Ugrai ('20)
1-2 Florin Andoni ('43, víti)
Athugasemdir
banner