Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. desember 2019 20:24
Ívan Guðjón Baldursson
AZ lagði Ajax í toppslag - Andri Rúnar kom við sögu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Böðvar Böðvarsson
Albert Guðmundsson hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki í leikmannahópi AZ Alkmaar sem lagði Ajax að velli fyrr í dag.

AZ vann leikinn 1-0 þökk sé dramatísku sigurmarki Myron Boadu á 90. mínútu. Hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

AZ jafnaði Ajax á stigum í efsta sæti hollensku deildarinnar. Liðin eru með níu stiga forystu á Willem II og tíu stig á PSV Eindhoven sem tapaði fyrir Feyenoord í dag.

AZ Alkmaar 1 - 0 Ajax
1-0 M. Boadu ('90)

Andri Rúnar Bjarnason fékk þá að spila síðustu tvær mínútur leiksins og uppbótartímann í 1-3 sigri gegn Bayern II í þýsku C-deildinni.

Kaiserslautern er á blússandi siglingu eftir hörmungar á upphafi leiktíðar og var þetta fimmti sigur liðsins í röð.

Andri Rúnar hefur ekki verið að fá mikið af tækifærum en hann hefur aðeins spilað 66 mínútur síðan í ágúst.

Bayern II 1 - 3 Kaiserslautern
0-1 C. Kuhlwetter ('19)
1-1 L. Dajaku ('40)
1-2 C. Kuhlwetter ('81)
1-3 S. Skarlatidis ('86)

Böðvar Böðvarsson var ónotaður varamaður er Jagiellonia lagði Lechia Gdansk í efstu deild pólska boltans.

Böðvar spilaði síðustu fimm leiki fyrir þennan og spurning hvort það sé aðeins verið að hvíla hann fyrir næstu áskoranir.

Jagiellonia er um miðja deild, með 29 stig eftir 19 umferðir. Zaglebie er með 25 stig.

Jagiellonia 3 - 0 Lechia Gdansk
1-0 J. Imaz ('44)
2-0 J. Imaz ('82, víti)
3-0 T. Prikryl ('90)

Rúnar Alex Rúnarsson var þá ónotaður varamaður er Dijon gerði 1-1 jafntefli við Amiens.

Heimamenn í Amiens áttu aðeins tvær marktilraunir sem hæfðu rammann og fór önnur þeirra í netið.

Rúnar Alex fékk tækifæri þegar Alfred Gomis meiddist á dögunum og verður áhugavert að sjá hvernig barátta þeirra um byrjunarliðssæti þróast í vetur.

Amiens 1 - 1 Dijon
0-1 J. Cadiz ('19)
1-1 M. Konate ('28)
Athugasemdir
banner
banner