Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Flautaði viðureign PSG af í gærkvöldi
Mynd: Getty Images
AS Saint-Etienne tók á móti toppliði Paris Saint-Germain í franska boltanum í gærkvöldi.

Heimamenn í St. Etienne áttu ekki roð í Frakklandsmeistarana og spiluðu manni færri í 75 mínútur, eftir að Jean-Eudes Aholou fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik.

Neymar skoraði fyrsta mark leiksins þegar liðin voru enn að spila 11 gegn 11. Kylian MBappe tvöfaldaði forystuna fyrir leikhle´og brenndi Neymar svo af vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Mauro Icardi bætti þriðja markinu við og skoraði Mbappe svo aftur á 89. mínútu. Eftir fjórða mark PSG var stuðningsmönnum St. Etienne nóg boðið og byrjuðu þeir að skjóta flugeldum á völlinn. Ekki venjulegum blysum heldur alvöru flugeldum.

Dómarinn neyddist því til að stöðva leikinn og flauta hann síðan af, hvort sem er engin leið til baka fyrir St. Etienne. PSG er með sjö stiga forystu á toppnum á meðan St. Etienne er um miðja deild, fimm stigum frá Evrópusæti.

Fireworks during Saint-Étienne - PSG that led the match to be ended at the 89' minute mark from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner