banner
   mán 16. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Bale lét sér ekki leiðast á bekknum
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Gareth Bale hjá Real Madrid. Velska stórstjarnan, sem hefur legið undir mikilli gagnrýni í Madríd, er ekki með byrjunarliðssæti undir stjórn Zinedine Zidane og hefur byrjað fjóra af síðustu fimm leikjum á bekknum.

Hann var á bekknum gegn Valencia í gær og var skipt inn á lokakafla leiksins þegar Real var marki undir. Karim Benzema náði að jafna á síðustu sekúndum uppbótartímans og bjarga stigi fyrir Real sem deilir toppsæti spænsku deildarinnar með erkifjendum sínum Barcelona.

Bale lét sér ekki leiðast á bekknum og byrjaði að kasta vatnsflöskunni sinni í hring til að reyna að láta hana lenda rétt. Þetta er svokallað 'bottle flip challenge' sem hefur verið þekkt fyrirbæri á veraldarvefnum í nokkur ár.

Bale sat við hlið Eder Militao, Vinicius Junior og Casemiro á varamannabekknum og reyndi Militao að plata Bale með Powerade flösku sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner