mán 16. desember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dregið í Meistaradeildinni í dag
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í dag er stór dagur í evrópskum fótbolta þar sem dregið verður í fyrstu umferð í útsláttarkeppnum Meistara- og Evrópudeildarinnar.

Drátturinn fer af stað klukkan 11 og verður fylgst ítarlega með honum hér á Fótbolta.net.

Í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má finna fjögur ensk félög. Liverpool og Manchester City unnu sína riðla á meðan Tottenham og Chelsea enduðu í öðru sæti.

Í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eru þrjú ensk félög. Arsenal og Manchester United unnu sína riðla á meðan Wolves endaði í öðru sæti.

Lið frá sama landi geta ekki mæst í fyrstu umferð útsláttarkeppnanna og þá geta lið sem voru saman í riðli heldur ekki mæst.

Meistaradeildin - Styrkleikaflokkur 1:
PSG
Bayern
Man City
Juventus
Liverpool
Barcelona
RB Leipzig
Valencia

Meistaradeildin - Styrkleikaflokkur 2:
Real Madrid
Tottenham
Atalanta
Atletico Madrid
Napoli
Dortmund
Lyon
Chelsea

Evrópudeildin - Styrkleikaflokkur 1:
Ajax
Inter
Benfica
RB Salzburg
Sevilla
Malmö
Basel
LASK Linz
Celtic
Arsenal
Porto
Espanyol
Gent
Basaksehir
Braga
Man Utd

Evrópudeildin - Styrkleikaflokkur 2:
Leverkusen
Shakhtar Donetsk
Olympiakos
Club Brugge
APOEL Nicosia
Kaupmannahöfn
Getafe
Sporting CP
CFR Cluj
Eintracht Frankfurt
Rangers
Ludogorets
Wolfsburg
Roma
Wolves
AZ Alkmaar
Athugasemdir
banner
banner
banner