Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 16. desember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Van Bommel rekinn frá PSV Eindhoven
Mynd: Getty Images
Mark van Bommel, þjálfari PSV Eindhoven, var í dag rekinn úr starfi sínu.

PSV tapaði 3-1 gegn Feyenoord í gær og er núna í fjórða sæti í hollensku úrvalsdeildinni, tíu stigum á eftir Ajax og AZ Alkmaar.

Van Bommel gerði þriggja ára samning þegar hann tók við árið 2018 en forráðamenn félagsins ákváðu að segja honum upp í dag.

Á síðasta tímabili endaði PSV í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni, einungis þremur stigum á eftir Ajax. Gengi liðsins hefur hins vegar verið mun verra á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner