Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. október 2005 21:54
Magnús Guðmundsson
Sigurvin Ólafsson til FH (Staðfest)
Sigurvin er kominn til FH
Sigurvin er kominn til FH
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Íslandsmeistarar FH voru heldur betur að fá góðan liðsstyrk þar sem Sigurvin Ólafsson er að ganga til liðs við félagið. Þetta kom fram á stuðningsmannasíðu FH, FH-ingar.net nú í kvöld en Sigurvin staðfesti þetta síðan við Fótbolta.net rétt í þessu.

,,Þetta er allt saman klappað og klárt - Ég mun skrifa undir í næstu viku" sagði Sigurvin nú í kvöld. Sigurvin var síðast á samningi hjá KR en þeir ákváðu að endurnýja ekki samninginn við hann eftir sumarið en hann er 29 ára gamall miðjumaður.

Sigurvin kemur til FH frá KR þar sem hann lék alls 132 leiki og skoraði 42 mörk. Þá hefur Sigurvi leikið 6 A-landsliðsleiki auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Sigurvin hittir fyrir í FH gamlan og góðan vin, Tryggva Guðmundsson sem skoraði í fyrsta leiks Sigurvins í meistaraflokki en það var fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum þar sem Sigurvin hóf feril sinn en hann lék einnig um tíma með þýska liðinu Stuttgart.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner