Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. júní 2006 06:33
Magnús Már Einarsson
Draumaliðið mitt: Tryggvi Guðmundsson (FH)
Tryggvi og Eiður eru saman í framlínunni í draumaliði Tryggva.
Tryggvi og Eiður eru saman í framlínunni í draumaliði Tryggva.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í dag hefur göngu sína nýr liður á Fótbolti.net sem heitir draumaliðið mitt en þar velja reyndir leikmenn draumalið sitt úr þeim leikmönnum sem þeir hafa spilað með á ferli sínum. Markamaskínan Tryggvi Guðmundsson ríður á vaðið og hér að neðan má sjá draumalið hans í 4-4-2 leikkerfinu en þessi liður verður á dagskrá við og við í sumar.



Markvörður: Árni Gautur Arason (Vålerenga): Mjög traustur markvörður sem gerir fá mistök. Sá besti á Íslandi og Noregi í dag.

Hægri bakvörður: Guðmundur Sævarsson (FH): Mjög skemmtilegur og sókndjarfur bakvörður (þegar hann er vakandi!).

Hægri miðvörður: Inge André Olsen (Stabæk): Ósérhlífinn,sterkur og sniðugur miðvörður. Einnig frábær utan vallar!!

Vinstri miðvörður: Hlynur Stefánsson (ÍBV): Hann var spilandi og yfirvegaður miðv. Mjög traustur.

Vinstri bakvörður: Hermann Hreiðars (Charlton): Þarf ekki að kynna hann til sögunnar.

Hægri kantur: Martin Andresen (Brann): Fyrrum fyrirliði norska landsliðsins. Með mikla hæfileika, bæði varnarlega og sóknarlega. Spilaði með honum í Stabæk.

Hægri miðja: Tobias Linderoth (FC Köbenhavn): Ótrulegur vinnuhestur. Makelele þeirra Svía. Spilaði með honum í Stabæk.

Vinstri miðja: Rúnar Kristinsson (Lokeren): Frábær leikmaður! Þú getur stólað á að þú fáir góða sendingu frá honum. Hann verður fyrirliði liðsins.

Vinstri kantur: Christian Wilhelmsson (Anderlecht): Fljótur leikmaður með ótrúlega tækni, getur gert hluti með borðtenniskúlu sem ég get ekki einu sinni með bolta. Spilaði með honum í Stabæk.

Framherjar: Snillingarnir og félagarnir Eiður Smári og Tryggvi.


Draumalið Tryggva Guðmundssonar:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner