Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 30. júlí 2006 22:38
Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson: Við erum ekkert hættir
Sigurvin með skot að marki í leiknum í kvöld.
Sigurvin með skot að marki í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Anton Ari Einarsson
Sigurvin Ólafsson miðvallarleikmaður FH skoraði sigurmarkið í 0-1 sigri á ÍA á Akranesi í kvöld en eftir leik sagði hann í samtali við Fótbolta.net að FHingar vissu að þeir gætu misst niður forystu sína á toppi deilarinnar og því séu þeir ekki hættir.

,,Það er gaman að skora sigurmark á Skaganum. Það er alltaf gaman að spila á Skaganum og það er ekki svo oft sem maður hefur náð í þrjú stig hérna," sagði Sigurvin eftir leikinn.

Sigurvin hefur fært sig aftar á miðjunni hjá FH þar sem Davíð Þór Viðarsson er úr leik og Matthías Vilhjálmsson sem hefur verið fremstur í sókninni leikur nú aðeins aftar, fremstur á miðjunni.

FH er nú komið með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en það gæti breyst á morgun þegar þrír leikir fara fram í deildinni. ,,Við höfum áhyggjur af því að það er alveg hægt að klúðra þessari forystu, svo við erum ekkert hættir," sagði Sigurvin.

Tryggvi Guðmundsson framherji FH á afmæli í dag og stuðningsmenn liðsins sungu fyrir hann afmælissönginn fyrir og eftir leik. Siguvin sagði að sigurmarkið væri afmælisgjöf sín til Tryggva en báðir eru þeir frá Vestmannaeyjum.

,,Hann fær nú ekki pakka frá mér en ég kem honum á óvart með einhverju öðru. Við erum búnir að syngja fyrir hann og eigum við ekki að segja að þetta sé gjöfin mín til hans. Til hamingju með afmælið Tryggvi."
Athugasemdir
banner
banner
banner