Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 27. nóvember 2006 11:18
Magnús Már Einarsson
Heimild: Reuters 
Spænskur dómari gaf sex rauð spjöld í einum leik
Sander Westerveld var einn þeirra sem fékk rauða spjaldið í gær.
Sander Westerveld var einn þeirra sem fékk rauða spjaldið í gær.
Mynd: Getty Images
Það vantaði ekki spjaldagleðina hjá Antonio Mateu Lahoz dómara í leik Almeria og Xerez í næstefstu deild á Spáni í gær því hann rak alls fimm leikmenn af velli og sendi þjálfara Xerez upp í stúku í 1-1 jafntefli liðanna.

Antonio byrjaði rólega og fyrsta rauða spjaldið kom ekki fyrr að níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hann tók síðan vel á því á síðustu átta mínútunum og gaf fimm rauð spjöld.

Leikmenn Almeria enduðu sjö inni á vellinum eftir að fjórir leikmenn þeirra fengu rautt spjald. Pepe Murcia þjálfari Xerez var einnig sendur upp í stúku fyrir að baktala dómarann og þá fékk einn leikmanna Xerez líka rauða spjaldið.

Sander Westerveld fyrrum markvörður Liverpool sem leikur núna með Almeria var sá síðasti til að fá rauða spjaldið í leiknum en hann braut þá á mótherja sínum sem var að sleppa í gegn þegar að fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

,,Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu. Ég hef aldrei verið á leik þar sem að fjórir leikmenn mótherjanna hafa verið reknir út af," sagði Murcia þjálfari Xerez furðulostinn eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner