Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. júlí 2007 12:14
Hafliði Breiðfjörð
Janus Guðlaugsson tekur við þjálfun Álftanes
Janus í landsleik með Íslandi.
Janus í landsleik með Íslandi.
Mynd: Íslensk knattspyrna 1983
Janus Guðlaugsson fyrrum landsliðsmaður Íslands í fótbolta og handbolta hefur tekið við þjálfun þriðju deildarliðs Álftanes sem leikur í C-riðli deildarinnnar. Janus tekur við starfinu af Brynjari Þór Gestssyni sem heldur utan til náms og stýrir liðinu út leiktíðina. Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liðinu í gær.

Janus hóf þjálfaraferil sinn er hann tók við liði FH sem lék í 2. deildinni árið 1983 en hann var þá samningsbundinn þýska liðinu Fortuna Köln í Vestur Þýskalandi og gat því ekki leikið með FH það sumarið. Hann hætti svo á miðju sumri og fór aftur til Köln þar sem hann var leikmaður og framlengdi samningi sínum við félagið skömmu síðar.

Árið 1993 var hann ráðinn þjálfari KR á miðju tímabili eftir að Ivan Sochor var rekinn 18. ágúst og liðið komið í bullandi fallbaráttu.

Janus hafði þá verið þjálfari 2. flokks KR en tók við Meistaraflokknum í 8. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti. Undir hans stjórn kláraði KR síðustu 5 umferðirnar með stæl og endaði í fimmta sæti deildarinnar. Guðjón Þórðarson tók svo við þjálfarastöðunni í lok tímabilsins.

Janus hefur einnig þjálfað meistaraflokk Reynis Sandgerði í 2. deildinni árið 1994 . Hann á að baki 34 leiki fyrir A-landslið Íslands og skoraði í þeim tvö mörk en þrisvar var hann fyrirliði.

Álftanes er í fjórða sæti C-riðilsins með 11 stig og eiga ekki möguleika á að komast í umspil um sæti í 2. deildini að ári. Fyrsti leikur Janusar með liðið er gegn Hvíta Riddaranum á miðvikudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner