Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 18. október 2007 17:15
Fótbolti.net
Lið ársins í 2.deild 2007
Sævar Þór var valinn bestur í 2.deild.
Sævar Þór var valinn bestur í 2.deild.
Mynd: Guðmundur Karl
Ásgeir Þór Ingólfsson, efnilegstur í 2.deild 2007.
Ásgeir Þór Ingólfsson, efnilegstur í 2.deild 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Ragnar Hauksson úr KS/Leiftri var bæði í liðinu sem framherji og þá var hann einnig þjálfari ársins.
Ragnar Hauksson úr KS/Leiftri var bæði í liðinu sem framherji og þá var hann einnig þjálfari ársins.
Mynd: Guðný
Nú síðdegis var lið ársins í 2.deild karla opinberað í höfuðstöðvum KSÍ, Laugardal. Fótbolti.net fylgdist vel með 2.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.

Landsbankinn og VISA eru bakhjarlar lokahófs Fótbolta.net í 1. og 2. deild þetta árið en bæði fyrirtækin hafa staðið myndarlega að knattspyrnunni í sumar hér á landi.





Markvörður:
Þorvaldur Þorsteinsson (KS/Leiftur)

Varnarmenn:
Arnar Hallsson (ÍR)
Þórhallur Dan Jóhannsson (Haukar)
Dusan Ivkovic (KS/Leiftur)
Sandor Forzis (KS/Leiftur)

Miðjumenn:
Hilmar Geir Eiðsson (Haukar)
Goran Lukic (Haukar)
Denis Curic (Höttur)
Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)

Sóknarmenn:
Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Ragnar Hauksson (KS/Leiftur)



Varamannabekkur:
Amir Mehica (Haukar), markmaður
Jón Sveinsson (Selfoss), varnarmaður
Kristján Ómar Björnsson (Haukar), miðjumaður
Béres Ferenc (KS/Leiftur), miðjumaður
Hilmar Rafn Emilsson (Haukar), sóknarmaður

Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Kristinn Geir Guðmundsson (Völsungur), Oliver Bjarki Ingvarsson (Höttur), Denis Cardaklija (Sindri)
Varnarmenn: Jakob Hallgeirsson (ÍR), Heiðar Gunnólfsson (KS/Leiftur), Andrew James Pew (Selfoss), Edilon Hreinsson (Haukar), Arnar Gauti Óskarsson (Afturelding), Uros Hojan (Höttur), Sreten Djurovic (Völsungur), Magnús Einarsson (Afturelding), Jónas Bjarnason (Haukar), Óli Jón Kristinsson (Haukar), Baldvin Jón Hallgrímsson (ÍR), Einar Ottó Antonsson (Selfoss), Björn Pálsson (Sindri), Baldur Þórólfsson (Völsungur).
Miðjumenn: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Selfoss), Gunnar Rafn Borgþórsson (Afturelding), Arilíus Marteinsson (Selfoss), Ingólfur Þórarinsson (Selfoss), Henning Eyþór Jónasson (Selfoss), Aljosa Gluhovic (Höttur), Stefán Þór Eyjólfsson (Höttur), Seval Zahirovic (Sindri), Agnar Sveinsson (KS/Leiftur), Albert Högni Arason (ÍR), Róbert Ragnar Skarphéðinsson (Völsungur), Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR), Guðmundur Óli Steingrímsson (Völsungur), Boban Jovic (Völsungur), Njörður Steinarsson (Selfoss).
Sóknarmenn: Elías Ingi Árnason (ÍR).




Þjálfari ársins: Ragnar Hauksson, KS/Leiftur
Ragnar tók við KS/Leiftri síðstliðið haust en hann hafði ekki fengist við meistaraflokksþjálfun áður. KS/Leiftri var ekki spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðinu var spáð sjöunda sæti af þjálfurum og fyrirliðum. Fljótlega varð þó ljóst að KS/Leiftur myndi berjast um eitt af þremur lausum sætum í fyrstu deild að ári. Liðið sigraði Völsung örugglega á heimavelli í lokaumferðinni og eftir þann leik var ljóst að liðið hafði komist upp í fyrstu deild.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Andri Marteinsson (Haukar), Zoran Miljkovic (Selfoss), Grétar Már Sveinsson (ÍH), Róbert Ragnar Skarphéðinsson (Völsungur), Ásgeir Elíasson (ÍR).

Leikmaður ársins: Sævar Þór Gíslason, Selfoss
Sævar Þór ákvað fyrir tímabilið að ganga til liðs við sitt gamla félag Selfoss eftir að hafa leikið með Fylki og ÍR. Þessi reyndi leikmaður sló hvergi af í annarri deildinni og varð langmarkahæstur með tuttugu mörk í átján leikjum og hann endaði tímabilið með þrennu gegn Magna Grenivík þar sem að Selfyssingar tryggðu sér sæti í fyrstu deild að ári. Sævar hlaut yfirburðakosningu í vali á besta leikmanninum og er vel að nafnbótinni kominn.

Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Ragnar Hauksson (KS/Leiftur), Hilmar Geir Eiðsson (Haukar), Goran Lukic (Haukar), Andrew James Pew (Selfoss), Kristján Ómar Björnsson (Haukar).

Efnilegasti leikmaðurinn: Ásgeir Þór Ingólfsson, Haukar
Ásgeir var ekki í leikmannahópi Hauka í fyrsta leik en eftir að hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu gegn Hetti í fimmtu umferð var ekki aftur snúið. Ásgeir lék frábærlega á vinstri kantinum og skoraði tíu mörk í 14 leikjum þegar Haukar sigruðu deildina. Hann fékk tækifæri með U19 ára landsliðinu í september eftir góða frammistöðu og spennandi verður að fylgjast með þessum unga leikmanni í framtíðinni.

Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Selfoss), Denis Cardaklija (Sindri), Jóhann Valur Clausen (Höttur), Viðar Örn Kjartansson (Selfoss), Bjarki Baldvinsson (Völsungur).



Ýmsir molar:

  • Þrír miðjumenn Hauka voru í liðinu og Kristján Ómar Björnsson hjá liðinu er á varamannabekknum í liði ársins.


  • 25 miðjumenn fengu atkvæði í vali á liði ársins.


  • Einungis einn framherji fékk atkvæði fyrir utan þá sem eru í liðinu og á varamannabekknum.


  • Leikmenn úr átta af tíu liðum í deildinni fengu atkvæði í kjörinu en enginn úr ÍH og Magna fékk atkvæði að þessu sinni.





Smellið hér til að skoða lokastöðuna í 2.deildinni

Smellið hér til að sjá lið ársins í 2.deild 2006
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner