banner
lau 02.feb 2008 14:40
Mist Rúnarsdóttir
Heimild: Heimasíđa KSÍ | Heimasíđa Fjölnis 
Reykjavíkurmót kvenna: KR sigrađi Fjölni
Sonný Lára fór á kostum og varđi tvö víti
watermark Sonný Lára átti stórleik í gćr.
Sonný Lára átti stórleik í gćr.
Mynd: Fótbolti.net - Ragnheiđur Jónsdóttir
Einn leikur var spilađur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna í gćr. KR og Fjölnir mćttust í Egilshöll í spennandi leik.

KR 1-0 Fjölnir :
1-0 Ólina G. Viđarsdóttir ('5)

Andrés Ellert Ólafsson sem hefur ţjálfađ Fjölnisliđiđ undanfarin ár hćtti međ liđiđ í vikunni og Theódór Sveinjónsson stýrđi liđinu í gćr. Theódór ţjálfar 2.flokk karla og 3.flokk kvenna hjá Fjölni en var ađstođarţjálfari hjá kvennaliđi Vals í fyrra. Samkvćmt heimasíđu Fjölnis eru stelpurnar enn ţjálfaralausar en Theódór hefur veriđ orđađur viđ starfiđ.

Helena Ólafsdóttir, ţjálfari KR, var einnig fjarverandi í gćr og Guđrún Jóna Kristjánsdóttir, ađstođarţjálfari, stýrđi KR-liđinu í fjarveru hennar.

Leikurinn hófst fjörlega og Fjölnir sitt besta fćri strax á 2.mínútu leiksins. Ţá komst Rúna Sif Stefánsdóttir ein á móti Maríu Björgu Ágústsdóttur en skaut boltanum í stöngina.

KR-ingar komust yfir á 5.mínútu ţćr áttu ţá góđa skyndisókn og Ólína G. Viđarsdóttir kom boltanum í netiđ.

Skömmu síđar fengu KR-ingar dćmda vítaspyrnu en Sonný Lára Ţráinsdóttir gerđi sér lítiđ fyrir og varđi frá Hrefnu Huld Jóhannesdóttur.

Bćđi liđ voru ađ spila ágćtlega en KR-ingar sóttu meira. Sonný Lára í Fjölnismarkinu átti stórleik og varđi eins og berserkur. Hún kórónađi frábćran leik sinn undir lok leiksins ţegar hún varđi sína ađra vítaspyrnu í leiknum. – Aftur frá Hrefnu.

Heimasíđa Fjölnis greinir frá ţví ađ Sigurđur Ragnar Eyjólfsson landsliđsţjálfari hafi hrifist svo af frammistöđu Sonnýjar ađ hann hafi bođađ hana í landsliđhóp sinn sem ćfir nú um helgina.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
No matches