Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. maí 2008 12:49
Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson spilar ekki fótbolta í sumar
Sigurvin skorar draumamark með hjólhestaspyrnu í leik gegn Keflavík síðasta sumar.
Sigurvin skorar draumamark með hjólhestaspyrnu í leik gegn Keflavík síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson mun ekki leika knattspyrnu þetta sumarið en það staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag. Sigurvin hefur leikið með FH undanfarin ár en tilkynnti í haust að hann hyggðist ekki leika með liðinu áfram.

Hann hefur í vetur íhugað hvort hann haldi áfram knattspyrnuiðkun en hefur ekki fengið fiðringinn aftur og hefur því afráðið að leika ekki þetta sumarið hvað sem verður í framhaldinu af því.

Landsbankadeildin hefst á morgun þegar fyrsta umferðin verður leikin, fyrst með fimm leikjum klukkan 14:00 og svo með einum klukkan 16:15.

Sigurvin sagðist ekki í neinu formi og því væri ljóst að hann myndi ekki taka ákvörðun skyndilega fyrir mót eða áður en félagaskiptaglugginn lokar hér á landi á fimmtudaginn í næstu viku.

Sigurvin lék níu leiki í Landsbankadeildinni í fyrrasumar og skoraði í þeim tvö mörk auk þess sem hann lék einn bikarleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner