banner
mán 12.maí 2008 07:00
Hafliđi Breiđfjörđ
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild kvenna - 1.sćti
Hólmfríđur Magnúsdóttir
Hólmfríđur Magnúsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Edda Garđarsdóttir
Edda Garđarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Katrín Ómarsdóttir
Katrín Ómarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Bikarmeistarar KR
Bikarmeistarar KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Sérfrćđingar Fótbolta.net spá ţví ađ KR verđi Íslandsmeistarar í sumar. Átta sérfrćđingar spá í deildina fyrir okkur ţetta áriđ en ţeir rađa liđunum upp í röđ og ţađ liđ sem er í efsta sćti fćr 10 stig, annađ sćti 9 og svo koll af kolli niđur í tíunda sćti sem gefur eitt stig. KR fékk 77 stig út úr ţessu.

Sérfrćđingarnir eru: Sigurđur Ragnar Eyjólfsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Guđrún Inga Sívertsen, Kjartan Daníelsson, Kristrún Lilja Dađadóttir, Íris Björk Eysteinsdóttir, Ólafur Ţór Guđbjörnsson og Haraldur Magnússon

Spáin:
1. KR - 77 stig
2. Valur - 75 stig
3. Breiđablik - 64 stig
4. Keflavík - 50 stig
5. Stjarnan - 45 stig
6. Fylkir - 38 stig
7. Ţór/KA - 37 stig
8. Afturelding - 22 stig
9. HK/Víkingur - 18 stig
10. Fjölnir - 14 stig

1.sćti - KR

Búningur: svört og hvít treyja, svartar stuttbuxur og hvítir sokkar
Heimasíđa:http://www.kr.is
Ţjálfari: Helena Ólafsdóttir

KR stúlkum er spáđ Íslandsmeistaratitlinum ađ mati sérfrćđinga Fótbolti.net en ţćr fengu alls 77 stig, tveimur fleiri en núverandi Íslandsmeistarar Vals.
KR-ingar endurheimtu Guđrúni Sóleyju Gunnarsdóttur fyrir tímabiliđ frá Breiđabliki en hún er uppalin KR-ingur en spilađi međ liđi Breiđabliks tímabilin 2005-2007.

María Björg Ágústdóttir markvörđur hefur tekiđ upp hanskana ađ nýju og spilar međ liđinu í sumar. Ţađ er mikill liđstyrkur fyrir KR en María vann sér nýlega inn sćti í A-landsliđshóp Íslands. Auk Maríu hafa KR ingar ađalmarkvörđ U19 í sínum röđum Írisi Dögg Gunnarsdóttur en hún var ađalmarkvörđur liđsins í fyrra. Markvarđastađan verđur ţví ekki vandamál hjá KR í sumar.

Markahćsti leikmađur efstu deildar kvenna frá upphafi, Olga Fćrseth hefur ákveđiđ ađ spila međ liđinu í sumar en ţađ var ekki ákveđiđ fyrr en mjög nýlega. Ţetta er gríđarlega mikill styrkur fyrir liđiđ enda er Olga einn allra besti framherji í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu. Olga var fyrirliđi liđsins í fyrra en Hrefna Jóhannesdóttir tók viđ fyrirliđabandinu í vetur.

Katrín Ómarsdóttir er komin á fullt á ný eftir erfiđ ökklameiđsli sem hún lenti í undir lok síđasta tímabils. Ef Katrín nćr ađ blómstra út í sumar getur hún auđveldlega skipađ sér sess sem einn allra besti miđjumađur landsins. Hólmfríđur Magnúsdóttir sem var kjörinn besti leikmađur Íslandsmótsins af leikmönnum og ţjálfurum í fyrra er einnig komin af stađ eftir meiđsli sem hún varđ fyrir í leik á móti Fylki í Reykjavíkurmótinu í vetur.

Edda Garđarsdóttir og Ólína G. Viđarsdóttir hafa báđar átt í smávćgilegum meiđslum en reiknađ er međ ađ ţćr verđi báđar 100% tilbúnar í slaginn í fyrsta leik.
KR ingar hafa ađ skipa gríđarlega sterkum einstaklingum en í síđasta A-landsliđshópi áttu ţćr alls 7 leikmenn.
KR hefur átt gott undirbúningstímabil og urđu t.a.m Lengjubikarsmeistarar eftir ađ hafa gjörsigrađ Íslandsmeistara Vals 4-0 í úrslitaleik mótsins.

Ţjálfari KR er Helena Ólafsdóttir en hún gerđi KR ađ Bikarmeisturum á síđasta ári og hefur margoft orđiđ Íslandsmeistari sem leikmađur. Helena er reyndur ţjálfari og hefur unniđ bikarmeistaratitla bćđi međ KR og Val. Hún hefur einnig veriđ A-landsliđsţjálfari Íslands eins og flestir muna eftir. Henni ţyrstir vćntanlega í ađ gera KR ađ Íslandsmeisturum sem ţjálfari en KR varđ síđast meistari áriđ 2003, ţađ tímabil var Helena viđ stjórnvölin hjá Val. KR hefur allt sem til ţarf til ađ sigra deildina í ár eins og Fótbolti.net spáir fyrir um og ţađ er ţví í ţeirra höndum ađ toppa á réttum tíma.

Styrkleikar: KR hefur frábćra einstaklinga innanborđs. Leikmenn eins og Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríđur Magnúsdóttir geta auđveldlega klárađ leikina uppá eigin spýtur. Ţćr hafa einn leikreyndasta miđjumann Íslands, Eddu Garđarsdóttur sem stjórnar miđjunni og landsliđsmiđvörđinn Guđrúnu Sóley í vörninni. Ólína G. Viđarsdóttir hefur einnig veriđ ađ spila frábćrlega fyrir liđiđ í vetur bćđi sem kantmađur og bakvörđur.

Veikleikar: Olga er komin aftur en hefur ekki veriđ ađ ćfa í vetur, ţađ er ţví spurning hvernig formi hún verđur í ţegar flautađ verđur til leiks. Hólmfríđur Magnúsdóttir sem var valin best á KSÍ lokahófinu hefur veriđ meidd í vetur og ekki enn spilađ heilan leik í ár. Annars er erfitt ađ finna veika bletti á liđinu og liđiđ hefur alla burđi til ađ landa Íslandsmeistaratitlinum eftirsótta.

Lykilleikmenn:
Hólmfríđur Magnúsdóttir var útnefnd besti leikmađur Íslandsmótsins í fyrra. Er gríđarlega sterkur kantmađur sem skorar mikiđ af mörkum en hún skorađi 15 mörk í 13 leikjum í fyrra. Hún hefur einnig lagt upp fjöldan allan af mörkum fyrir liđsfélaga sína en hún hefur stórbćtt fyrirgjafir sínar. Ţađ er algjört lykilatriđi fyrir KR ađ Hólmfríđur haldi áfram á sömu braut.

Katrín Ómarsdóttir: Tćknilega einn besti leikmađur á Íslandi. Hún getur oft leikiđ sér af andstćđingum sínum ţegar hún dettur í gírinn og hefur bćtt sig stórkostlega í skallaboltum. Hún er klárlega “x-factorinn” í KR liđinu og áhorfendur geta mćtt á völlinn bara til ađ fylgjast međ henni.

Edda Garđarsdóttir: er ein leikjahćsta A-landsliđskona frá upphafi og er einn leikreyndasti leikmađur í Landsbankadeild kvenna. Hún er líkamlega sterkur leikmađur sem spilar á miđjunni og tapar varla návígi. Hún er sterkur skallamađur međ góđan hćgri fót.

Ađrir leikmenn sem verđur gaman ađ fylgjast međ: Ólína G. Viđarsdóttir, Guđrún Gunnarsdóttir og María B.Ágústdóttir.

Komnar. Guđrún Sóley Gunnarsdóttir frá Breiđabliki.
Farnar: Berglind Magnúsdóttir í Ţór/KA (lán) og Kristín Jónsdóttir í ÍR

Leikmenn KR 2008
1 María Björg Ágústsdóttir (1982)
2 Guđrún Sóley Gunnarsdóttir (1981)
3 Olga Fćrseth(1975)
4 Edda Garđarsdóttir (1979)
5 Guđný Guđleif Einarsdóttir (1984)
6 Freyja Viđarsdóttir(1993)
7 Ţórunn Helga Jónsdóttir (1984)
8 Fjóla Dröfn Friđriksdóttir (1981)
9 Lilja Dögg Valţórsdóttir (1982)
10 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (1980)
11 Embla Sigríđur Grétarsdóttir (1982)
13 Margrét Ţórólfsdóttir (1989)
14 Anna Björk Kristjánsdóttir (1989)
16 Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir (1989)
17 Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (1990)
18 Íris Dögg Gunnarsdóttir (1989)
19 Ólöf Gerđur Jónsdóttir Ísberg (1989)
20 Ólína Guđbjörg Viđarsdóttir (1982)
21 Katrín Ómarsdóttir (1987)
22 Agnes Ţóra Árnadóttir (1988)
23 Hólmfríđur Magnúsdóttir (1984)
30 Katrín Ásbjörnsdóttir (1992)
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
No matches