banner
   fös 23. maí 2008 07:30
Fótbolti.net
Spá fyrirliða og þjálfara fyrir 3.deild: D-riðill
Dalvík/Reynir vinnur D-riðil samkvæmt spánni.
Dalvík/Reynir vinnur D-riðil samkvæmt spánni.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
Sindra er spáð öðru sæti.
Sindra er spáð öðru sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Spyrni er spáð þriðja sæti en Leikni Fáskrúðsfirði er spáð því fjórða.
Spyrni er spáð þriðja sæti en Leikni Fáskrúðsfirði er spáð því fjórða.
Mynd: Austurglugginn/Gunnar Gunnarsson
Huginn er spáð fimmta sætinu.
Huginn er spáð fimmta sætinu.
Mynd: Leiknir.com - Matthías Ægisson
Fótbolti.net fékk alla þjálfara og fyrirliða í þriðju deild karla til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna í sínum riðlum.

Í dag birtum við niðurstöðurnar úr D-riðli en þjálfararnir og fyrirliðarnir röðuðu liðunum í 1-4.sæti og fékk liðið í fyrsta sæti 4 stig, liðið í öðru sæti 3 stig og svo koll af kolli. Ekki var hægt að velja sitt eigið lið í spánni.

Spá fyrirliða og þjálfara í D-riðli:
1. Dalvík/Reynir 30 stig
2. Sindri 24 stig
3. Spyrnir 17 stig
4. Leiknir Fáskrúðsfirði 16 stig
5. Huginn 13 stig


1. Dalvík/Reynir
Heimavöllur: Dalvíkurvöllur
Heimasíða: http://www.dalvik-reynir.is/
Dalvík/Reynir hefur styrkt sig vel í vetur og fengið menn eins og Jóhann Hreiðarsson og Hermann Albertsson en báðir hafa þeir reynslu úr efstu deild. Liðið hefur alla burði til að gera gott mót í sumar undir stjórn Örlygs Helgasonar þjálfara en hann leikur einnig með liðinu.

2. Sindri
Heimavöllur: Sindravellir
Heimasíða: http://www.hornafjordur.is/sindri/
Sindri féll úr annarri deild síðastliðið haust en liðið stefnir væntanlega á að komast aftur upp sem fyrst. Þrír erlendir leikmenn hafa komið til Sindra nú á vordögum og gamla kempan Hajrudin Cardaklija mun eflaust miðla af reynslu sinni í þjálfarastarfinu.

3. Spyrnir
Heimavöllur: Fellavöllur
Heimasíða: http://spyrnir.blogdrive.com/
Spyrnir er nýtt lið í þriðju deild sem er með bækistöðvar í Fellabæ en liðið er einskonar varalið fyrir Hött. Liðsmenn eru á breiðum aldurshópi og eiga það sameiginlegt að hafa leikið með Hetti eða B-liði Hattar í utandeildinni. Oliver Bjarki Ingvarsson, markvörður Hattar undanfarin ár, þjálfar liðið í sumar en hann getur ekkert leikið vegna meiðsla.

4. Leiknir Fáskrúðsfirði
Heimavöllur: Búðagrund
Heimasíða: http://www.123.is/leiknirfaskrudsfirdi
Leiknismenn enduðu á toppi D-riðils í fyrra en þurftu síðan að lúta í gras gegn Hamar í úrslitakeppninni. Páll Guðlaugsson, fyrrum þjálfari Leifturs og Keflavíkur, er kominn heim eftir dvöl erlendis og mun hann stýra Leiknií sumar. Einhverjar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum í vetur en Leiknismenn fengu meðal annars bandaríska framherjann Uche Asika rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

5. Huginn
Heimavöllur: Seyðisfjarðarvöllur
Heimasíða: http://www.huginn.org
Huginn fór í úrslitakeppnina í fyrra en þónokkrar breytingar hafa orðið á liðinu síðan þá. Ljubisa Radovanovic hefur tekið við þjálfuninni og lykilmenn hafa horfið á braut. Nýjir leikmenn komu hins vegar til liðsins nú fyrir mót, meðal annars tveir erlendir leikmenn,

Sjá einnig:
Spá fyrirliða og þjálfara fyrir A-riðil
Spá fyrirliða og þjálfara fyrir B-riðil
Spá fyrirliða og þjálfara fyrir C-riðil
Spá fyrirliða og þjálfara fyrir D-riðil
Spá fyrirliða og þjálfara: Hvaða tvö lið fara upp?
Athugasemdir
banner
banner
banner