banner
lau 19.sep 2009 16:42
Fótbolti.net
Umfjöllun 1.deild: Tíu Leiknismenn lögđu fallna Mosfellinga
Viktor Bjarnason skrifar úr Breiđholti
watermark Einar Örn Einarsson skorađi annađ mark Leiknis.
Einar Örn Einarsson skorađi annađ mark Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
watermark Óttar Bjarni Guđmundsson og Axel Ingi Magnússon eigast viđ.
Óttar Bjarni Guđmundsson og Axel Ingi Magnússon eigast viđ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
watermark Rannver Sigurjónsson skorađi fyrra mark Aftureldingar.
Rannver Sigurjónsson skorađi fyrra mark Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Leiknir - Afturelding 3-2
0-1 Rannver Sigurjónsson (32.)
1-1 Aron Fuego Daníelsson (42.)
2-1 Einar Örn Einarsson (60.)
3-1 Halldór Kristinn Halldórsson (83.)
3-2 John Andrews (90.)
Rautt spjald: Gunnar Einarsson (Leikni 51.)

Leiknismenn ljúka keppni í sjöunda sćti 1. deildarinnar ţetta tímabiliđ en ţeir lögđu Aftureldingu 3-2 í dag. Mosfellingar voru fallnir fyrir leikinn en Leiknismenn léku einum manni fleiri nćr allan seinni hálfleikinn eftir ađ Gunnar Einarsson fékk ađ líta rauđa spjaldiđ.

Ţađ var ekki ađ miklu ađ keppa fyrir bćđi liđ og sást ţađ bersýnilega á fyrri hálfleiknum sem var tíđindalítill. Liđin virkuđu áhugalaus og fátt var um fína drćtti. Halldór Kristinn Halldórsson, fyrirliđi Leiknis, fékk tvö ágćtis skallafćri áđur en gestirnir komust yfir eftir hálftíma leik.

Milan Djurovic fékk ţá góđa sendingu innfyrir en var lengi ađ athafna sig og virtist sóknin vera ađ renna út í sandinn. Ţá barst knötturinn á Rannver Sigurjónsson sem náđi frábćru skoti á markiđ, óverjandi fyrir Eyjólf Tómasson í marki Leiknis. Eftir ţetta mark fengu Mosfellingar nokkur fín fćri og höfđu međ smá heppni getađ náđ tveggja marka forystu.

Skömmu fyrir leikhlé jöfnuđu Leiknismenn í 1-1 eftir laglega sókn. Kristján Páll Jónsson fékk góđa sendingu og var međ boltann viđ endalínuna, renndi honum síđan út á Aron Fuego Daníelsson sem rak smiđshöggiđ laglega.

Stađan var jöfn ţegar Gunnar Sverrir Gunnarsson flautađi til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var mun fjörugri. Strax í upphafi hans fékk Fannar Ţór Arnarsson sannkallađ dauđafćri til ađ koma heimamönnum yfir en fyrir opnu marki skaut hann í stöngina.

Á 51. mínútu gerđist svo umdeilt atvik. Greinilega var brotiđ á Kristjáni Páli Leiknismanni á vinstri kantinum en dómari leiksins dćmdi ekkert. Leiknismenn voru allt annađ en sáttir. Ingvar Örn Gíslason ađstođardómari kallađi síđan á Gunnar Sverri dómara og lét hann gefa Gunnari Einarssyni, varnarmanni og ađstođarţjálfara Leiknis, beint rautt spjald.

Eitthvađ sem Gunnar Einarsson sagđi hefur fariđ mjög fyrir brjóstiđ á Ingvari Erni en ţessi ákvörđun hans ađ láta reka Gunnar af velli féll vćgast sagt í grýttan jarđveg hjá heimamönnum. Ţađ ađ missa mann af velli virtist ţó styrkja Leiknisliđiđ sem var mun betra og náđi verđskuldađ forystu eftir klukkutíma leik.

Aron Fuego tók ţá aukaspyrnu sem hitti beint á kollinn á Einari Erni Einarssyni, betur ţekktum sem Buxi, og skorađi hann fallegt skallamark. Leiknismenn héldu áfram ađ stjórna leiknum og á 83. mínútu skoruđu ţeir annađ skallamark eftir aukaspyrnu og komust í 3-1. Ađ ţessu sinni skorađi Halldór Kristinn markiđ eftir aukaspyrnu frá Fannari.

Viđ ţetta mark missti Leiknisliđiđ ađeins einbeitinguna og í uppbótartíma náđi Afturelding ađ svara ţegar varnarmađurinn John Andrews skorađi međ skalla eftir horn. Andrews fékk algjörlega frían skalla og ţakkađi fyrir sig.

Úrslitin 3-2 fyrir Leikni en ţetta var síđasti leikur Aftureldingar í fyrstu deild ađ sinni. Ţá var ţetta síđasti leikur liđsins undir stjórn Ólafs Ólafssonar sem hefur ákveđiđ ađ hćtta međ liđiđ.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
No matches