Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 04. nóvember 2009 17:18
Alexander Freyr Tamimi
Steven Gerrard saknar Xabi Alonso
Steven Gerrard og Xabi Alonso náðu vel saman á miðjunni.
Steven Gerrard og Xabi Alonso náðu vel saman á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool viðurkennir að liðið sakni Xabi Alonso og að hann hafi orðið niðurbrotinn þegar þessi félagi hans á miðjunni gekk til liðs við Real Madrid á Spáni.

Þessir tveir miðjumenn áttu stóran þátt í góðum árangri Liverpool á seinasta tímabili en liðið var lengi vel í baráttunni um enska meistaratitilinn og endaði að lokum í 2. sæti.

Alonso ákvað þó að færa sig um set í sumar og hafa margir kennt brotthvarfi Spánverjans um slæmt gengi liðsins það sem af er tímabili. Gerrard viðurkennir að það muni taka Liverpool tíma að aðlagast því að vera án hans, enda hafi hann verið þeim mikilvægur.

„Ég var gersamlega niðurdreginn, en það var ekkert sem ég gat gert í því,“ sagði Gerrard um brotthvarf Alonso við FourFourTwo tímaritið.

„Xabi sagði það fyrir löngu að hann vildi hefja nýjan kafla á ferlinum og loksins náði hann því. Liðsfélagarnir og þjálfararnir gátu ekki staðið í vegi fyrir honum.“

„Við verðum bara að þakka honum fyrir sinn tíma hjá okkur og halda áfram án hans.“

„Það verður alltaf öðruvísi þegar við missum einn af bestu leikmönnum heims, og fólk er loksins að átta sig á því að hann er einmitt einn af þeim, bæði á því hvernig hann stendur sig með Real Madrid og hvernig við erum að spila án hans.“

„Við erum með aðra miðjumenn hérna sem standa sig vel en það mun taka talsverðan tíma þar til Alonso verður algerlega farinn úr okkar leikstíl vegna þess að hann var stórbrotinn leikmaður.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner