Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   fim 15. júlí 2010 22:50
Magnús Már Einarsson
Kári Ársælsson: Eigum bullandi séns í seinni leiknum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,1-0 er kannski sanngjarnt en það hefði verið rosa gott að taka 1-1. Við vorum fyrsta liðið sem spilaði á nýlögðu grasinu á þessum flotta velli og þetta var virkilega skemmtilegt. Það er gaman að vera ennþá inni í þessu, við eigum bullandi séns í seinni leiknum," sagði Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks við Fótbolta.net eftir 1-0 tap liðsins gegn Motherwell í Evrópudeildinni í kvöld.

,,Þeir eru nýkomnir úr undirbúningstímabili og við erum kannski í betra spilformi en þeir. Þetta væri kannski öðruvísi leikur ef við myndum mæta þeim á miðju tímabili hjá þeim."

,,Mér fannst margir af þessum leikmönnum ekkert vera betri en við en þeir héldu boltanum rosalega vel og sérstaklega undir pressu. Heilt yfir er meiri atvinnumannabragur yfir þessu liði enda æfa þeir eins og atvinnumenn og það er það sem skilur á milli."


Blikar fengu fá færi í markalausum fyrri hálfleiknum en síðari hálfleikurinn var opnari.

,,Í fyrri hálfleik voru þeir meira með boltann og voru rosa mikið að tvöfalda á köntunum á okkur. Þeir voru að renna boltanum fyrir og náðu ekki að opna okkur neitt svakalega en lágu svolítið á okkur. 0-0 í hálfleik var gott fyrir okkur."

,,Við byrjuðum seinni hálfleikinn síðan vel og fengum tvö mjög góð færi. Kiddi Steindórs átti mjög gott færi þar sem hann var óheppinn og skaut framhjá og Gummi P fékk líka gott færi. Það hefði verið rosa gott að setja mark þar. Í seinni hálfleik var meira jafnræði og við náðum fleiri sénsum."


Síðari hálfleikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku og mikilvægt er fyrir Blika að fá ekki á sig útivallarmark þar.

,,Það er klárlega málið að halda hreinu í seinni leiknum, annars gæti þetta orðið þungur róður. Við þurfum að halda skipulaginu varnarlega og sækja svolítið á þá."
banner
banner
banner