Stúkan: Allir leikirnir á einum stağ
Breiğablik
4 - 0
Víkingur R.
hápunktar úr textalısingu
Breiğablik 4 - 0 Víkingur R. '93 Leik lokiğ
Frábærum fórboltaleik lokið hér á Kópavogsvelli þar sem Blikar valta yfir Víkinga 4-0 og er þetta fimmti 4-0 sigur Blika á heimavelli á tímabilinu! Þakka fyrir samflylgdina í kvöld, skýrsla og viðtöl að vörmu spori!
›› Textalısing
Breiğablik 4 - 0 Víkingur R. '55 goal MARK! Gísli Eyjólfsson (Breiğablik)
Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti!! Damir með langa sendingu inn fyrir og það er eins og Víkingar gleyma sér bara og Jason kemst alveg einn inn fyrir gegn Dodda, Jason á skot sem Doddi ver, Jason fær boltann aftur og skallar í átt að markinu en þar kemur Gísli Eyjólfsson og mjakar boltanum yfir línuna!! Veisluleikur í gangi!!
›› Textalısing
Breiğablik 4 - 0 Víkingur R. '48 goal MARK! Viktor Örn Margeirsson (Breiğablik)
BLIKAR BYRJA SEINNI AF KRAFTI!!! Blikar fá hornspyrnu frá hægri, Jason rúllar boltanum á Höskuld sem kemur með fasta fyrirgjöf inn á teig og þar er Viktor Örn sem á frábæran skalla í fjær og Doddi í markinu hreyfist ekki! Fallegur skalli!!
›› Textalısing
Breiğablik 4 - 0 Víkingur R. '38 goal MARK! Jason Daği Svanşórsson (Breiğablik)
HANN SKORAR BARA AFTUR!!!!! Aukaspyrna frá 30 metra færi, Höskuldur á fast skot í nærhornið, Doddi ver hann beint út í teiginn og Jason mætir eins og hrægammur fyrstur og skorar auðveldlega í markið þar sem Doddi liggur ennþá í jörðinni!! Spurning hvort Doddi átti að gera betur þar sem þetta var ekki föst spyrna.. The Jason Daði Show í gangi hér á Kópavogsvelli!
›› Textalısing
Breiğablik 4 - 0 Víkingur R. '34 goal MARK! Jason Daği Svanşórsson (Breiğablik)
JAAASOOON DAAAÐI!!! Jason reynir sendingu inn á teig Víkinga, fer af Viktori Örlygi og dettur aftur til Jasons sem leikur auðveldlega framhjá Sölva Ottesen og á geggjað skot niðri í fjær!! 1-0!!
›› Textalısing
Breiğablik 4 - 0 Víkingur R. '1 Leikur hafinn
<b> Leikurinn er farinn af stað! Þetta verður veisluleikur! Víkingar byrja með boltann </b>
›› Textalısing