Norðurálsvöllurinn
föstudagur 09. maí 2014  kl. 19:15
1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn mjög góður og gott veður
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Áhorfendur: 759
Maður leiksins: Andri Adolphsson
ÍA 1 - 0 Selfoss
1-0 Garðar Gunnlaugsson ('47)
Myndir: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
0. Ármann Smári Björnsson
0. Arnór Snær Guðmundsson
3. Sindri Snæfells Kristinsson ('90)
9. Garðar Gunnlaugsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('74)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('59)
17. Andri Adolphsson
27. Darren Lough

Varamenn:
6. Albert Hafsteinsson
19. Eggert Kári Karlsson ('59)
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Sindri Snæfells Kristinsson ('33)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ólafur Ingi Guðmundsson
Skagamenn unnu góðan heimasigur á Selfyssingum
Í dag mættust ÍA og Selfoss í fyrstu umferð 1. deildar karla í Íslandsmótinu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli. Um mikilvægan leik var að ræða af hálfu beggja liða til að byrja Íslandsmótið af krafti en Skagamönnum var spáð öðru sæti í í deildinni í spá fotbolti.net en Selfyssingum áttunda sætinu.

Fyrri hálfleikur var mjög rólegur svo vægt sé til orða tekið og afar fá marktækifæri sem eitthvað kvað að. Í byrjun leiks átti Jón Vilhelm Ákason ágætt skot að marki Selfoss sem fór framhjá markinu.

Um miðjan hálfleikinn fengu Skagamenn hornspyrnu og Garðar Gunnlaugsson átti skalla sem Bergsteinn Magnússon varði af öryggi í markinu.

Undir lok hálfleiksins átti Svavar Berg Jóhannsson góða rispu upp vallarhelming ÍA og náði sæmilegu skoti en Árni Snær Ólafsson varði auðveldlega í marki ÍA.

Skagamenn hófu seinni hálfleik af miklum krafti. Strax á 47. mínútu átti Andri Adolphsson góða rispu upp hægri kantinn og komst inn í vítateig Selfoss. Hann átti sendingu fyrir markið þar sem Jón Vilhelm Ákason náði skoti sem lenti í varnarmanni. Boltinn hrökk til Garðars Gunnlaugssonar sem hamraði boltann upp í þaknetið.

Skömmu síðar átti Ármann Smári Björnsson langa sendingu fram völlinn. Þar gerði Bergsteinn Magnússon sig líklega til að grípa boltann en Andri Adolphsson náði til boltans á undan honum. Skalli hans stefndi í átt að marki en Luka Jagacic bjargaði á marklínu.

Skagamenn stjórnuðu spilinu framan af seinni hálfleik og áttu nokkur hálffæri. Selfyssingar áttu í erfiðleikum með að skapa sér gott marktækifæri en skömmu fyrir leikslok átti Andrew James Pew sendingu fram völlinn og vörn ÍA misreiknaði boltann. Svavar Berg Jóhannsson fékk frítt skot inni í vítateig en á einhvern ótrúlegan hátt hitti hann ekki boltann og Árni Snær Ólafsson náði boltanum á endanum.

Heimamenn bökkuðu svo og beittu skyndisóknum á meðan Selfyssingar áttu í erfiðleikum með að brjóta niður þétta vörn ÍA. Síðasta færi leiksins fengu Skagamenn þegar Andri Adolphsson vann boltann af Andrew James Pew á miðjum vallarhelmingi Selfoss. Hann lék boltanum inn í vítateig og gaf boltann á Eggert Kára Karlsson sem var í dauðafæri en skot hans fór yfir markið.

Skömmu síðar flautaði dómari leiksins til leiksloka og Skagamenn unnu góðan heimasigur í fyrsta leik tímabilsins.
Byrjunarlið:
1. Bergsteinn Magnússon (m)
0. Einar Ottó Antonsson
3. Bjarki Már Benediktsson
4. Andy Pew (f)
5. Hamza Zakari
7. Svavar Berg Jóhannsson ('80)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
12. Magnús Ingi Einarsson ('46)
22. Andri Már Hermannsson ('66)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Birkir Pétursson
8. Ingvi Rafn Óskarsson
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('66)
25. Geir Kristinsson
29. Hafþór Mar Aðalgeirsson ('46)

Liðstjórn:
Ingi Rafn Ingibergsson

Gul spjöld:
Luka Jagacic ('69)
Hafþór Mar Aðalgeirsson ('60)

Rauð spjöld: