Gervigrasvöllur Laugardal
mánudagur 12. maí 2014  kl. 20:30
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
KR 0 - 1 FH
0-1 Kristján Gauti Emilsson ('39)
Haukur Heiðar Hauksson, KR ('80)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
5. Egill Jónsson ('77)
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
11. Almarr Ormarsson ('68)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna
28. Ivar Furu

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('77)
9. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Emil Atlason ('68)
19. Baldvin Benediktsson
23. Atli Sigurjónsson

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Heiðar Hauksson ('70)
Egill Jónsson ('69)

Rauð spjöld:
Haukur Heiðar Hauksson ('80)


@alexander_freyr Alexander Freyr Tamimi
Áfram halda ógöngur KR í Laugardal
KR-ingar eru í bölvuðum vandræðum í titilvörn sinni í Pepsi-deild karla eftir 1-0 tap gegn FH á gervigrasinu í Laugardal í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Kristján Gauti Emilsson með góðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Böðvari Böðvarssyni, sem var einungis að spila sinn þriðja leik í efstu deild.

Kristján Gauti hefur nú skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum eftir að hafa ekkert skorað í deildinni á síðustu leiktíð og er ljóst að markaskorun hans gæti verið sá X-Factor sem FH vantaði í fyrrasumar.

Leikurinn byrjaði fremur dauflega og var lítið í gangi fyrsta hálftímann. Hvorugt liðanna var að skapa sér teljandi færi, en þegar líða tók á leikinn tóku FH-ingar völdin. Þeir voru farnir að sækja ansi stíft og skoruðu svo verðskuldað mark á 39. mínútu. Var staðan 1-0 í leikhléi.

Í seinni hálfleiknum snerust hlutirnir við. FH byrjaði vel en KR fór svo að taka algerlega völdin og Hafnfirðingar pökkuðu í vörn. Íslandsmeisturunum gekk þó illa að skapa sér færi framan af en vildu að vísu fá vítaspyrnu á 52. mínútu þegar Óskar Örn féll inni í teignum, og svo aftur undir lokin þegar Baldur Sigurðsson vildi meina að brotið hefði verið á sér.

KR skoraði síðan mark undir lok leiksins en það var dæmt af. Kjartan Henry Finnbogason átti að hafa brotið á Róberti í markinu.

Þetta var eftir að varamaðurinn Atli Guðnason hafði komist einn í gegn, en Haukur Heiðar Hauksson reyndi að draga hann niður og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

En þegar uppi var staðið urðu mörkin ekki fleiri og 1-0 sigur FH staðreynd. KR er einungis með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina, en FH er nú með sjö stig.

KR hefur þurft að spila tvo "heimaleiki" í Laugardalnum og tapað þeim báðum og þarf liðið heldur betur að komast á betra skrið ef þeir ætla ekki að hellast strax úr lestinni í titilbaráttunni.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
0. Ólafur Páll Snorrason ('89)
0. Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('58)
13. Kristján Gauti Emilsson
14. Albert Brynjar Ingason ('75)
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
2. Sean Michael Reynolds
6. Sam Hewson ('89)
8. Emil Pálsson ('75)
11. Atli Guðnason ('58)
17. Atli Viðar Björnsson
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Kristján Gauti Emilsson ('90)

Rauð spjöld: