Samsung völlurinn
mánudagur 24. ágúst 2015  kl. 20:00
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1156
Stjarnan 0 - 1 Breiðablik
0-1 Jonathan Glenn ('43)
Myndir: Fótbolti.net
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Pablo Punyed ('71)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
12. Heiðar Ægisson
14. Hörður Árnason
19. Jeppe Hansen ('71)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Kári Pétursson
8. Halldór Orri Björnsson ('71)
22. Þórhallur Kári Knútsson
77. Kristófer Konráðsson

Liðstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('91)

Rauð spjöld:
@grjotze Gunnar Birgisson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Skyndisóknir Blika voru gríðarlega sterkar, í hvert skipti sem Stjarnan var að ná yfirhöndinni á leiknum þá sprengdu Blikar leikinn upp með hröðum og ákveðnum sóknum sem skiluðu þeim meðal annars fyrsta markinu. Varnarlína Blika var einnig frábær.
Bestu leikmenn
1. Gunnleifur Gunnleifsson
Hvað getur maður sagt, á ögurstundum var hann maðurinn sem reddaði Blikum með glæsilegum vörslum. Það virðist ekki vera hægt að skora framhjá honum.
2. Arnar Már Björgvinsson
Hans laaang besti leikur í sumar og gott betur en það. Var endalaust að skapa hættu og sótti stíft inn á miðsvæðið þar sem Blikar áttu í erfiðleikum með hann.
Atvikið
Umtalað brot rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, hefði getað breytt leiknum.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar ríghalda í FH-inga og eru enn fjórum stigum á eftir þeim. Stjörnumenn aftur á móti í 7.sæti, 6 stigum frá fallsæti.
Vondur dagur
Jeppe Hansen fékk frítt á völlinn í kvöld og var í lang besta sæti vallarins. Meira gerði hann ekki.
Dómarinn - 3
Stór ákvörðun sem Vilhjálmur tekur undir lok fyrri hálfleiks sem hefði sennilega átt að verðskulda rautt spjald á Breiðablik, en í staðin dæmdi hann brot á Guðjón. Auk þess var hann gjarn á það að dæma eftir pöntunum, ef leikmenn settu pressu á hann þá kiknaði hann undan henni. Undir lokin dæmdi hann svo brot þegar Stjarnan skoraði, á hvað veit ég ekki.
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('76)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
7. Kristinn Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
17. Jonathan Glenn
22. Ellert Hreinsson ('77)
29. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('88)

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
10. Atli Sigurjónsson ('88)
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson
30. Andri Rafn Yeoman ('77)

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('25)
Jonathan Glenn ('68)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('84)

Rauð spjöld: