Alvogenvöllurinn
sunnudagur 14. maí 2017  kl. 17:00
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Völlurinn flottur. Smá vindur og sól inn á milli
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1209
KR 2 - 1 ÍA
1-0 Hafþór Pétursson ('9, sjálfsmark)
2-0 Óskar Örn Hauksson ('56)
2-1 Garðar Gunnlaugsson ('85, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
11. Kennie Chopart
11. Tobias Thomsen ('88)
16. Indriði Sigurðsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
18. Aron Bjarki Jósepsson ('88)
20. Axel Sigurðarson
20. Robert Sandnes
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Valtýr Már Michaelsson

Liðstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Andri Helgason

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('67)
Stefán Logi Magnússon ('84)

Rauð spjöld:
@maggimar Magnús Már Einarsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
KR var einfaldlega sterkari aðilinn í leiknum. Síðan skemmir ekki fyrir að hafa leikmann eins og Óskar Örn Hauksson í liðinu. Hann getur búið til mark upp úr engu eins og hann gerði í kvöld.
Bestu leikmenn
1. Óskar Örn Hauksson
Skoraði frábært mark og var ógnandi allan leikinn.
2. Morten Beck
Skilaði fínni frammistöðu sem hægri vængbakvörður. Ógnaði talsvert sóknarlega, sér í lagi í síðari hálfleik.
Atvikið
Skagamenn fengu umdeilda vítaspyrnu undir lokin og minnkuðu muninn. Fram að því höfðu þeir lítið ógnað sóknarlega. Markið gaf ÍA kraft og áhorfendur fengu spennandi lokamínútur eftir að KR virtist ætla að sigla öruggum sigri í höfn.
Hvað þýða úrslitin?
KR-ingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð eftir óvænt tap á heimavelli í fyrstu umferð. ÍA er án stiga eftir þrjá leiki. Skagamenn hafa líka byrjað illa undanfarin tvö tímabil. Ná þeir að rífa sig aftur upp í ár?
Vondur dagur
Miðvörðurinn ungi Hafþór Pétursson varð fyrri því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik. Rauk út úr vörninni í síðara markinu og lét Óskar Örn labba framhjá sér þar.
Dómarinn - 5.5
Hinn efnilegi Helgi Mikael hafði fín tök á leiknum lengst af. Vítaspyrnudómurinn var umdeildur og að mínu mati rangur. Stefán Logi náði að kýla boltann áður en hann og Albert skella saman.
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Robert Menzel
6. Albert Hafsteinsson
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('70)
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
17. Ragnar Már Lárusson
18. Rashid Yussuff
19. Patryk Stefanski ('70)
20. Gylfi Veigar Gylfason
21. Guðfinnur Þór Leósson
26. Hilmar Halldórsson

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Garðar Gunnlaugsson ('66)

Rauð spjöld: