Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
ÍBV
0
0
Breiðablik
10.05.2012  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blíða í Eyjum
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 768
Maður leiksins: George Baldock
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)

Varamenn:
11. Víðir Þorvarðarson ('84)
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Eyþór Helgi Birgisson ('78)
George Baldock ('64)

Rauð spjöld:
@ Guðni Freyr Sigurðsson
Jafntefli í bragðdaufum leik í Eyjum
Leikur ÍBV og Breiðabliks fór fram í blíðskaparveðri á Hásteinsvelli í kvöld.
Eyjamenn sem og Breiðablik fengu ekki mikið upp úr krafsinu í fyrstu umferð Pepsí - deildarinnar. ÍBV beið lægri hlut á Selfossi sem og Breiðablik á móti ÍA.
Leikurinn hófst með miklu lófataki til minningar um Steingrím Jóhannesson fyrrum leikmann ÍBV. Fallega gert af stuðningsmönnum beggja liða.

Þó virtist lófatakið frekar kveikja í Eyjamönnum heldur en Kópavogspiltum. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og náði oft á tíðum flottu spili sín á milli. Nokkrar sóknir í röð varði þá Sigmar í markinu virkilega vel. Breiðabliksmenn voru bitlausir framan af, en Eyjamenn voru duglegir að stoppa á allar sóknir þeirra. Um miðjan hálfleik fóru Blikar aðeins að sækja í sig veðrið. Þessar mínútur, fram að hálfleik voru þó þær skemmtilegustu sem 786 áhorfendur á Hásteinsvelli áttu eftir að upplifa í þessum leik.

Þegar liðin stigu út frá búningsherbergjum var eins og drifkraftur beggja liða væri horfinn. Megnið af seinni hálfleiknum einkenndist af því að bæði lið sóttu án þess að skapa sér einhver marktækifæri og mikið var um feilsendingar.

Á allra síðustu mínútunum virtist eins og annað liðið væri að fara að stela sigrinum. Boltinn fór þá frá öðrum markteignum í hinn án afláts. Hvorug liðin náðu þó að koma boltanum inn fyrir línuna og þar við sat. Bragðdaufum leik í Vestmannaeyjum lauk með 0-0 jafntefli.
Byrjunarlið:
0. Sigmar Ingi Sigurðarson
4. Damir Muminovic
7. Kristinn Jónsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('46)

Varamenn:
10. Árni Vilhjálmsson ('46)
15. Davíð Kristján Ólafsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('60)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Þórður Steinar Hreiðarsson ('80)
Sverrir Ingi Ingason ('41)
Haukur Baldvinsson ('34)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('29)

Rauð spjöld: