Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Víkingur R.
87'
1
1
Þróttur R.
1
Breiðablik
1
2
Þór/KA
0-1
Sandra Mayor
'37
Rakel Hönnudóttir
'51
1-1
1-2
Sandra Mayor
'86
02.07.2017 - 16:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Flottar aðstæður. Smá vindur en sólríkt og hlýtt og völlurinn í toppstandi.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 537
Maður leiksins: Sandra Stephany Mayor Gutierrez
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Flottar aðstæður. Smá vindur en sólríkt og hlýtt og völlurinn í toppstandi.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 537
Maður leiksins: Sandra Stephany Mayor Gutierrez
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
('75)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
('10)
5. Samantha Jane Lofton
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
21. Hildur Antonsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
28. Guðrún Arnardóttir
Varamenn:
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
('75)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir
('10)
Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Skýrslan: Norðankonur fara inn í fríið í kjörstöðu
Hvað réði úrslitum?
Sandra Stephany Mayor Gutierrez!
Rétt eins og í bikarviðureign liðanna var það borgarstjórinn sem að kláraði færin sín og tryggði Þór/KA ofboðslega sterkan útisigur í hörkuleik.
Bæði lið lögðu allt í sölurnar og þvílík og önnur eins barátta hefur ekki sést lengi. Blikar fengu fleiri færi en það eru mörkin sem telja og Sandra Mayor er alltaf til í að græja þau.
Bestu leikmenn
1. Sandra Stephany Mayor Gutierrez
Það fór ekki mikið fyrir henni allan leikinn en hún hefur yfirvegun og gæði til að klára alla sína sénsa og vinna fótboltaleiki fyrir Þór/KA. Þvílík kona sem kann heldur betur vel við sig á Kópavogsvelli.
2. Rakel Hönnudóttir
Fyrirliði Blika var mjög góð í leiknum. Virkilega vinnusöm og áberandi teiganna á milli. Vann fjölmargar tæklingar og skallaeinvígi og var nánast alltaf komin í ógnandi stöðu þegar Blikar sóttu.
Atvikið
Sigurmarkið. Blikar voru brjálaðir yfir aukaspyrnunni sem Sandra Mayor fékk dæmda eftir viðskipti sín við Ingibjörgu á 87. mínútu. Svellkaldri Söndru Mayor var alveg sama og hún setti boltann í stöngina og inn úr spyrnunni. Þrjú stig norður.
|
Hvað þýða úrslitin?
Þór/KA fer inn í EM-fríið í draumastöðu. Eru með 6 stiga forystu á toppi deildarinnar og það er orðið ansi langsótt að einhver fari að ná þeim úr þessu. Úrslitin eru gríðarleg vonbrigði fyrir Blika sem höfðu eygt von um að saxa á forskot norðankvenna en með sigri hefðu þær minnkað muninn á liðunum niður í eitt stig. Tapið sendir þær hinsvegar niður í 4. sæti þar sem þær eru 7 stigum á eftir toppliðinu.
Vondur dagur
Það átti enginn leikmaður eins slæman dag og Svava Rós sem þurfti að fara meidd útaf eftir 10 mínútna leik. Hún meiddist strax á fjórðu mínútu þegar hún fékk högg á ökklann þar sem hún hafði slitið liðband í vetur. Ömurlegt fyrir Svövu Rós að geta ekki tekið frekari þátt í toppslagnum en fjarvera hennar hafði eðlilega mikil áhrif á sóknarleik Blika.
Dómarinn - 4
Ég hef alltaf séð Einar Inga eiga toppleiki og fannst hann ólíkur sjálfum sér í dag. Leyfði hörku, sem er gott og vel, en mér fannst hann hleypa leiknum upp í vitleysu með því að spjalda ekki leikmenn fyrir gróf brot. Zaneta Wyne sló til dæmis til Andreu Ránar í fyrri hálfleik og Fanndís gaf Huldu Björgu olnbogaskot í þeim síðari eftir að Hulda hafði svoleiðis hangið í henni. Það voru nokkur önnur atvik sem mér fannst tekið of vægt á og afar sérstakt að ekkert spjald hafi farið á loft í harðasta leik sumarsins.
|
Byrjunarlið:
Lára Einarsdóttir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
('62)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
Varamenn:
2. Rut Matthíasdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
14. Margrét Árnadóttir
('62)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
('90)
Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Harpa Jóhannsdóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
Natalia Gomez
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson
Hlynur Birgisson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: