Rosenborg
3
1
Valur
Nicklas Bendtner '55 , víti 1-0
Anders Trondsen '72 2-0
2-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '85 , víti
Nicklas Bendtner '94 , víti 3-1
Patrick Pedersen '94
18.07.2018  -  17:45
Lerkendal
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Stefan Apostolov (Búl)
Maður leiksins: Nicklas Bendtner - Rosenborg
Byrjunarlið:
1. Andre Hansen (m)
2. Vegar Hedenstad
3. Birger Meling
4. Tore Reginiussen
7. Mike Lindemann Jensen
9. Nicklas Bendtner
15. Anders Trondsen ('86)
16. Even Hovland
17. Jonathan Levi ('81)
23. Pål André Helland
25. Marius Lundemo

Varamenn:
24. Arild Østbø (m)
10. Matthías Vilhjálmsson ('86)
14. Alexander Söderlund ('81)
21. Erlend Reitan
26. Besim Serbecic
35. Emil Konradsen Ceide
36. Olaus Skarsem

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Búlgarinn eyðilagði leikinn
Hvað réði úrslitum?
Dómarinn eyðilagði þennan leik. Leikurinn var að spilast að flestu leyti eftir uppskrift Vals. Menn voru að verjast vel og fengu lofandi skyndisóknir, sem hefði reyndar mátt nýta betur. Þrír rangir vítadómar réðu úrslitum í leiknum, sá fyrsti breytti honum algjörlega. Ef við reynum að horfa í eitthvað annað en ömurlega dómgæslu voru þó eðlilega þreytumerki á Valsmönnum í seinni hálfleik og sóknarleikurinn á löngum köflum ekki nægilega góður.
Bestu leikmenn
1. Nicklas Bendtner - Rosenborg
Skoraði tvívegis af vítapunktinum og lagði upp hitt mark Noregsmeistarana. Er að skora innan sem utan vallar.
2. Eiður Aron Sigurbjörnsson - Valur
Frábær frammistaða Eiðs í þessu einvígi. Getur gengið mjög stoltur frá borði.
Atvikið
Það vantaði ekki senurnar í þennan leik. Stórfurðulegur fótboltaleikur. En vítaspyrnudómurinn í uppbótartíma, gjöfin sem heimamenn fengu, og svo hversu nálægt Anton var að verja vítið frá Bendtner... ég auglýsi eftir einhverjum lýsingarorðum yfir þetta!
Hvað þýða úrslitin?
Rosenborg slefar í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og mætir þar Celtic. Valur heldur áfram í Evrópu en fer í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem framundan er Santa Coloma frá Andorra.
Vondur dagur
Valsmenn munu þurfa svefntöflur til að sofna í nótt. eftir að hafa verið rændir á þennan hátt. Þeir voru svo ótrúlega nálægt því að landa sögulegum úrslitum. Hrikalega svekkjandi að falla úr leik í svona rugli. Stefan Apostolov dómari leiksins átti það vondan dag að hann hlýtur að vera sviptur FIFA réttindum sínum. Það þurfa kannski fleiri svefntöflur í nótt.
Dómarinn - 0
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem skoðar þessa skýrslu að dómgæslan var skandall. Allir þrír vítaspyrnudómarnir rangir. Enginn á vellinum skildi upp né niður í manninum. Að þessi gaur sé að fá Evrópuverkefni er rannsóknarefni.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('74)
2. Birkir Már Sævarsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
19. Tobias Thomsen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen ('76)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('76)
5. Sindri Björnsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('74)
16. Dion Acoff
17. Andri Adolphsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('10)
Birkir Már Sævarsson ('61)

Rauð spjöld:
Patrick Pedersen ('94)