Kópavogsvöllur
miðvikudagur 18. júlí 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Alexandra Jóhannsdóttir
Breiðablik 1 - 0 Stjarnan
1-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('26)
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
0. Fjolla Shala
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('78)
13. Ásta Eir Árnadóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('78)
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
17. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðstjórn:
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Atli Örn Gunnarsson
Ragna Björg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('82)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Spilamennska Blika var töluvert markvissari en Stjörnunnar og heimakonur líklegri í hægum og heldur leiðinlegum fótboltaleik. Mark Selmu Sólar úr aukaspyrnu skildi liðin að en það var ofboðslega klaufalegt af hálfu Birnu sem átti að gera betur í Stjörnumarkinu.
Bestu leikmenn
1. Alexandra Jóhannsdóttir
Alex er búin að eiga gott sumar og hélt uppteknum hætti í dag. Vann vel teiganna á milli, átti góð hlaup með boltann þegar hún fékk pláss en skilaði annars boltanum nær undantekningalaust á samherja.
2. Selma Sól Magnsdóttir
Vinnuhesturinn lét Stjörnukonur hafa fyrir sér í kvöld. Átti nokkrar frábærar skiptingar yfir til vinstri sem hefði verið hægt að nýta betur.
Atvikið
Sigurmarkið. Blikar fá aukaspyrnu rétt utan við vinstra markteigshornið. Selma Sól snýr boltanum yfir vegginn og í nærhornið þar sem Birna er mætt og virðist vera með allt á hreinu. Hún fær boltann hinsvegar í hnéð á leiðinni niður og hann endar í netinu. Ódýrt.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar endurheimta toppsætið sem þær misstu til Þórs/KA í rúman sólarhring. Stjarnan hefur kvatt toppbaráttuna og er komin í miðjumoð enda styttra í liðið fyrir neðan þær í töflunni en ofan.
Vondur dagur
Það fór lítið fyrir þónokkrum öflugum knattspyrnukonum í kvöld en Birna Kristjánsdóttir, markvörður Stjörnunnar, líður fyrir það að mistök markvarða eru iðulega þau dýrkeyptustu og hún átti að gera miklu betur í sigurmarki Breiðabliks.
Dómarinn - 7
Fínt dagsverk hjá tríónu sem hefur oft haft meira að gera.
Byrjunarlið:
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
0. Telma Hjaltalín Þrastardóttir
0. Anna María Baldursdóttir
4. Brittany Lea Basinger
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('69)
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f) ('81)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('69)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Megan Lea Dunnigan

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir (m)
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('81)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('69)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Liðstjórn:
Tinna Jökulsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Ana Victoria Cate
Tinna Rúnarsdóttir
Helena Rut Örvarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: