Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Fylkir
1
1
FH
0-1 Cédric D'Ulivo '32
Valdimar Þór Ingimundarson '47 1-1
19.08.2018  -  18:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Logn og blíða en ekki sumarsól, 12 stiga hiti og fullkomið teppi.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1050
Maður leiksins: Ólafur Ingi Skúlason
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson ('78)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('65)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
23. Ari Leifsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Hákon Ingi Jónsson
17. Birkir Eyþórsson
28. Helgi Valur Daníelsson ('65)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Oddur Ingi Guðmundsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Jafntefli í Floridanafjöri
Hvað réði úrslitum?
Færanýting. Bæði lið fengu frábær færi til að skora sigurmarkið í bráðskemmtilegum leik, sér í lagi var skemmtanagildi síðari hálfleiks mjög mikið. Markvörslur skiptu vissulega máli en þó fóru of fá skot á rammann úr fínum færum.
Bestu leikmenn
1. Ólafur Ingi Skúlason
Maðurinn er gæði. Lykilsending í marki heimamanna, hann er alltaf að leitast við að fá boltann og stýrir ferðinni í Árbænum. Mun hafa gríðarlega þýðingu á lokametrum mótsins fyrir Fylki
2. Aron Snær Friðriksson
Atvikið tryggir markmanninum knáa þetta sæti umfram marga mögulega úr báðum liðum. Aron er búinn að eiga gott sumar og leikurinn í kvöld engin undantekning, þegar hann hefur öðlast ró til að verða aðeins betri í að koma boltanum í leik...þá verða margir vegir stráknum færir.
Atvikið
Á 78.mínútu á Hjörtur Logi frábæra sendingu inn í markteig þar sem Steven Lennon stekkur hæst og hamrar að marki í átt að vinstra horninu þaðan sem sendingin kom. Ótrúlegur hraði í fótavinnu Arons og hárrétt handarhreyfing bjó til bestu markvörslu sumarsins að mínu mati - og hún taldi í lokin. Á ensku heitir þetta point-blank-save.
Hvað þýða úrslitin?
FH er komið þremur stigum á eftir KR í baráttunni um fjórða sætið sem gefur Evrópusæti. Fylkismenn lyfta sér upp fyrir Fjölni í 10.sætið en gætu endað aftur í því 11. ef að Grafarvogspiltar vinna Víking á morgun.
Vondur dagur
Færeyingarnir í liði FH áttu sérlega erfitt. Jákup Thomsen einfaldlega kom ekki við sögu í lýsingu leiksins, enda fór allt fram án þess að hann næði að snerta það. Strákurinn hefur allt til þess að bera sem ætti að nýtast honum en það er bara ekki nóg þegar maður kemst ekki í takt við leikinn. Brandur Olsen sýndi margt í upphafi móts en í kvöld var hann á hægri ferð allan leikinn, reyndi við of flókna hluti og tapaði alltof mörgum boltum. Þurfa að rífa sig í gang ef þær ætla að verða um borð hjá FH mikið lengur.
Dómarinn - 9,0
Held áfram að dæla út níum...og alltaf er það þannig að manni finnst leikirnir létt dæmdir. Það segir örugglega eitthvað um tríóin. Sigurður hélt flottri línu allan leikinn og það án þess að nokkur yrði svo glatt var við hann. Allar ákvarðanirnar stóru réttar. Vel gert.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
3. Cédric D'Ulivo
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson
15. Rennico Clarke
16. Guðmundur Kristjánsson ('56)
18. Eddi Gomes
18. Jákup Thomsen ('67)
27. Brandur Olsen ('87)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
11. Atli Guðnason ('67)
11. Jónatan Ingi Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('87)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Halldór Orri Björnsson
23. Viðar Ari Jónsson ('56)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Björn Darri Ásmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: