Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grindavík
2
1
KR
Alexander Veigar Þórarinsson '24 1-0
Aron Jóhannsson '30 , víti 2-0
2-1 Björgvin Stefánsson '61
16.05.2019  -  19:15
Mustad völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Marc Mcausland
Byrjunarlið:
24. Vladan Djogatovic (m)
Marinó Axel Helgason
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Vladimir Tufegdzic
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
22. René Joensen ('61)
23. Aron Jóhannsson (f) ('85)
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('76)

Varamenn:
6. Viktor Guðberg Hauksson
9. Kiyabu Nkoyi ('61)
11. Símon Logi Thasaphong
18. Jón Ingason ('85)
19. Hermann Ágúst Björnsson ('76)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Maciej Majewski
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Haukur Guðberg Einarsson
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic

Gul spjöld:
René Joensen ('17)
Rodrigo Gomes Mateo ('41)
Marinó Axel Helgason ('67)
Vladimir Tufegdzic ('88)
Jón Ingason ('92)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Skýrslan: Arfaslakir KR-ingar töpuðu í Grindavík í fyrsta skipti í 11 ár
Hvað réði úrslitum?
Fyrri hálfleikurinn réði úrslitum. KR-ingar voru afleitir í fyrri hálfleik og uppskáru eftir því. Markið sem Björgvin Stefánsson skoraði gaf KR-ingum líflínu en það dugði ekki til.
Bestu leikmenn
1. Marc Mcausland
Stjórnaði vörn Grindvíkinga eins og hersforingi. Josip Zeba hefði hæglega geta verið hér einnig. Voru flottir báðir tveir. Mcausland var duglegur að skalla frá fyrirgjafir KR-inga í leiknum.
2. Elias Tamburini
Átti stjörnu fyrri hálfleik bæði varnar og sóknarlega. Sást minna til hans sóknarlega í seinni hálfleik en stóð vaktina vel varnarlega. Ekki verra að hann hafi átt eina stoðsendingu í leiknum.
Atvikið
Það er tvennt sem ég vil minnast á hér. Bæði vítaspyrnuna sem Grindvíkingar fengu dæmda í fyrri hálfleik. Þegar horft var á þetta í sjónvarpinu í endursýningunni virðist vera sem að brotið sé fyrir utan teig. Síðan verð ég að minnast á það þegar Hermann Ágúst Björnsson kom inná í liði Grindavíkur á 76. mínútu í sínum fyrsta leik í efstu deild. Hermann var hættur knattspyrnuiðkun þangað til hann flutti til Grindavíkur í desember og hringdi í Tufa og spurði hvort hann mætti æfa. Í Pepsi-Max deildina er hann mættur.
Hvað þýða úrslitin?
Fyrsti sigur Grindavíkur í Pepsi Max-deildinni og að sama skapi fyrsta tap KR. Liðin eru jöfn að stigum eftir fyrstu fjóra leikina.
Vondur dagur
KR liðið í heild sinni fyrsta klukkutímann. Í stöðunni 2-0 var liðið ennþá á hælunum. Það var ekki fyrr en þeir slysuðu inn einu marki sem gerðu Grindvíkinga smeyka. Margir leikmenn KR áttu off-dag í dag.
Dómarinn - 4,5
Vítadómurinn 99% rangur sem kemur Grindavík í 2-0. Mikilvægt móment í leiknum. Var full spjaldaglaður í garð Grindvíkinga hinsvegar í leiknum. Gott og blessað, þá hefði hann mátt halda sömu línu á bæði liðin.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('61)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Tobias Thomsen
8. Finnur Orri Margeirsson ('88)
9. Björgvin Stefánsson
11. Kennie Chopart (f)
16. Pablo Punyed
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('45)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
4. Arnþór Ingi Kristinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
14. Ægir Jarl Jónasson ('88)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('61)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson ('45)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Tobias Thomsen ('46)
Björgvin Stefánsson ('80)

Rauð spjöld: