Varmárvöllur - gervigras
föstudagur 24. maí 2019  kl. 19:15
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Frábærar aðstæður. Sól og logn.
Dómari: Ásgeir Viktorsson
Maður leiksins: Samira Suleman - Afturelding
Afturelding 5 - 2 ÍR
0-1 Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('18)
0-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('19, misnotað víti)
1-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('36)
2-1 Anna Bára Másdóttir ('38, sjálfsmark)
3-1 Samira Suleman ('45)
4-1 Samira Suleman ('56, víti)
5-1 Eydís Embla Lúðvíksdóttir ('58)
5-2 Sigrún Erla Lárusdóttir ('83)
Byrjunarlið:
1. Birgitta Sól Eggertsdóttir (m)
0. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
4. Inga Laufey Ágústsdóttir ('65)
6. Anna Pálína Sigurðardóttir ('62)
7. Margrét Regína Grétarsdóttir (f)
9. Samira Suleman
11. Margrét Selma Steingrímsdóttir ('80)
14. Erika Rún Heiðarsdóttir
20. Eydís Embla Lúðvíksdóttir
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir
23. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir

Varamenn:
33. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
8. Ólína Sif Hilmarsdóttir
15. Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir ('80)
16. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('62)
17. Halla Þórdís Svansdóttir
18. Hrafntinna M G Haraldsdóttir
24. Jóney Ósk Sigurjónsdóttir ('65)

Liðstjórn:
Marsý Dröfn Jónsdóttir
Júlíus Ármann Júlíusson (Þ)
Alexander Aron Davorsson
Elena Brynjarsdóttir
Sigurjón Björn Grétarsson

Gul spjöld:
Jóney Ósk Sigurjónsdóttir ('80)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Hvernig Afturelding mætti til leiks í síðari hálfleik. Gáfu ÍR-ingum ekki séns á að minnka muninn og koma sér inn í leikinn. Komu inn af miklum krafti og settu tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks sem kom þeim í 5-1.
Bestu leikmenn
1. Samira Suleman - Afturelding
Frábær í dag. Sífellt ógnandi og einnig að dreifa spilinu vel. Vann líka vel til baka og skoraði svo tvö mörk sitthvoru megin við hálfleikinn sem gerði gott sem út um leikinn.
2. Birgitta Sól Eggertsdóttir - Afturelding
Mjög örugg í marki Aftureldingar í dag og átti nokkrar frábærar vörslur. Var alltaf vel staðsett þegar ÍR kom boltanum fyrir og átti ekki í erfiðleikum með að spila á móti sól í síðari hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum sem ÍR skoraði.
Atvikið
Ég ætla að segja þriðja mark Aftureldingar sem Samira skoraði rétt áður en flautað var til hálfleiks. Kom heimakonum í 3-1 og gerði gestunum erfiðara fyrir að koma til baka í síðari hálfleik eftir ágætan fyrri hálfleik.
Hvað þýða úrslitin?
Fyrsti sigur Aftureldingar í deildinni. Kemur þeim í 5. sætið upp fyrir Tindastól og Grindavík. ÍR sitja enn á botni deildarinnar án stiga.
Vondur dagur
Ætla að setja þetta á miðjuspil beggja liða. Þó svo að baráttan hafi verið mikil á miðjunni og mikil vinnusemi, þá voru liðin að halda bolta illa inn á miðjunni og sendingar yfirleitt ekki að rata á samherja. Mörk leiksins komu annars vegar úr skyndisóknum eða föstum leikatriðum.
Dómarinn - 6,5
Fínn leikur hjá Ásgeiri. Var samkvæmur sjálfum sér og virðist hafa verið með stóru ákvarðanirnar réttar í dag.
Byrjunarlið:
13. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m)
7. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir ('62)
8. Helga Dagný Bjarnadóttir ('76)
10. Sigrún Erla Lárusdóttir
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir (f)
15. Telma Sif Búadóttir
16. Anna Bára Másdóttir
18. Bjarkey Líf Halldórsdóttir
19. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('86)
26. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
27. Lára Mist Baldursdóttir

Varamenn:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Elísabet Lilja Ísleifsdóttir
6. Sara Rós Sveinsdóttir ('76)
9. Fjona Gaxholli ('86)
17. Tara Kristín Kjartansdóttir
20. Alísa Rakel Abrahamsdóttir ('62)
24. Marta Quental

Liðstjórn:
Sigurður Þ Sigurþórsson (Þ)
Felix Exequiel Woelflin
Ásgeir Þór Eiríksson

Gul spjöld:
Sigrún Erla Lárusdóttir ('53)
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('64)

Rauð spjöld: