Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
KR
3
2
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '16
0-2 Ólafur Karl Finsen '49
Pálmi Rafn Pálmason '57 1-2
Alex Freyr Hilmarsson '62 2-2
Pablo Punyed '78 3-2
19.06.2019  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 2280
Maður leiksins: Tobias Thomsen
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('58)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('45)
7. Finnur Tómas Pálmason
7. Tobias Thomsen
17. Alex Freyr Hilmarsson ('90)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson ('90)
11. Kennie Chopart ('45)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Pablo Punyed ('58)
18. Aron Bjarki Jósepsson
28. Valdimar Daði Sævarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Hilmarsson ('21)
Arnþór Ingi Kristinsson ('45)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Skýrslan: Nýr Finnur sem allt vinnur í Vesturbænum
Hvað réði úrslitum?
Valsmenn virtust vera sprungnir á því undir miðbik seinni hálfleiks eftir að KR minnkaði muninn í 2-1. Gríðarlega jafn og fjörugur leikur þar sem gull af marki frá Pablo Punyed skildi liðin af.
Bestu leikmenn
1. Tobias Thomsen
Þvílíkur kraftur og vinnusemi hjá framherjanum sem ætlaði greinilega að sýna sig og sanna gegn fyrrum liðsfélögum sínum. Átti stóran þátt í öðru marki liðsins.
2. Kristinn Freyr Sigurðsson
Var virkilega drjúgur fyrir Valsmenn þar til KR tók yfir leikinn í stöðunni 2-1. Var potturinn og pannan í uppspili Vals og gerði frábærlega í fyrsta marki Valsmanna í leiknum.
Atvikið
Það er tvennt sem kemur upp í huga minn sem atvik leiksins. Sigurmark Pablo Punyed var af dýrari gerðinni. Aukaspyrna meter fyrir framan vítateig Vals. Upp í vinkilinn, sláin inn óverjandi fyrir Hannes í markinu. Frábær spyrna og mark sem skilaði KR-ingum þremur stigum. Þá verð ég einnig að minnast á miðvörðinn, Finn Tómas Pálmason gerði mistök í öðru marki Vals en sem betur fer fyrir unga drenginn hafði það ekki áhrif á úrslitin. Þessi ungi leikmaður hefur komið gríðarlega sterkur inn í vörn KR en hann svekkir sig líklega á þessu marki sem Valsmenn skoruðu. Finnur Tómas er með ótrúlega tölfræði á meistaraflokksferli sínum. Hann hefur leikið 18 meistaraflokksleiki með KR og Þrótti R. og aðeins tapað einum leik. Er nýr Finnur sem allt vinnur að fæðast í Vesturbænum?
Hvað þýða úrslitin?
KR fer á toppinn með 20 stig en Valsmenn eru enn í 9. sæti deildarinnar með sjö stig.
Vondur dagur
Ívar Örn Jónsson hefur sennilega oft átt verri leiki hvað varðar spilamennsku en það er þó ekki hægt að horfa framhjá því að Ívar Örn kom inná sem varamaður í stöðunni 2-0 fyrir Val. Sex mínútum síðar er staðan orðin jöfn 2-2 og 22 mínútum eftir að hann kom inná var KR komið í 3-2. Menn hafa haft betri áhrif á sitt eigið lið með innkomu sinni í leik.
Dómarinn - 6
Erfiður leikur að dæma. Ívar Orri fór ágætlega í gegnum þetta. Nokkur atriði hér og þar sem bæði lið kvörtuðu yfir en þegar upp er staðið var það ekki Ívar Orri sem réði úrslitum og það er það sem skiptir öllu máli.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('25)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('55)
17. Andri Adolphsson ('83)
18. Lasse Petry
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('55)
4. Einar Karl Ingvarsson ('25)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
18. Birnir Snær Ingason ('83)
20. Orri Sigurður Ómarsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('22)
Lasse Petry ('56)
Birkir Már Sævarsson ('63)

Rauð spjöld: