Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Víkingur R.
3
2
Breiðablik
Nikolaj Hansen '13 1-0
1-1 Thomas Mikkelsen '54
Guðmundur Andri Tryggvason '55 2-1
2-2 Viktor Karl Einarsson '56
Guðmundur Andri Tryggvason '64 3-2
29.07.2019  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Við erum á íslensku sumarkvöldi par excelente. 19 stiga hiti og tanfært í stúkunni. Plastið slétt og rennblautt!
Dómari: Matt Donohue
Maður leiksins: Guðmundur Andri Tryggvason
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
0. Sölvi Ottesen
0. Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
12. Halldór Smári Sigurðsson ('67)
18. Örvar Eggertsson ('50)
21. Guðmundur Andri Tryggvason ('90)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
3. Logi Tómasson ('67)
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
7. James Charles Mack ('90)
11. Dofri Snorrason
19. Þórir Rafn Þórisson
77. Atli Hrafn Andrason ('50)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Sölvi Ottesen ('58)
Fran Marmolejo ('69)
Atli Hrafn Andrason ('85)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Víkingar úr fallsæti - titillinn stefnir í Vesturbæinn
Hvað réði úrslitum?
Frábærar afgreiðslur Guðmundar Andra. Kom á fjærsvæðið tvisvar á hárréttum tíma og klíndi hann í markið í fyrsta. Síðara skiptið væri vissulega gaman að sjá í sjónvarpi og hvort um rangstöðu var að ræða, en það tekur ekki frá drengnum hversu vel hann afgreiddi þessa bolta og tryggði þar með stigin þrjú.
Bestu leikmenn
1. Guðmundur Andri Tryggvason
Tvö mögnuð slútt tryggðu Víkingum fyrsta sigurinn í 4 umferðum og leyfa þeim að horfa upp líka en ekki bara niður.
2. Sölvi Geir Ottesen
Víkingar treystu á mörk G.Andra en síðustu 25 mínúturnar þurftu þeir að verjast. Fremstur meðal jafningja í vörninni var Sölvi, frábærar staðsetningar og hárrétt ákvarðanataka á lykilmómentum skiluðu sigrinum í hús.
Atvikið
Búinn að ræða þriðja mark Víkinga en atvikið eru eiginlega mörkin þrjú sem komu á 3 mínútum. Í raun þarf að telja sekúndurnar frá því Blikar jafna 1-1 þangað til þeir jafna 2-2. Minnist þess ekki að svo stutt hafi liðið á milli marka í íslenskum fótboltaleik.
Hvað þýða úrslitin?
Deildin er einfaldlega orðin tíu liða keppni um þrjú Evrópusæti og eitt fallsæti. Eitthvað ótrúlegt þarf að gerast svo að KR vinni ekki meistaratitilinn í haust og ÍBV nánast fallnir. Öll önnur lið eru í baráttunni um sæti 2 - 4 og að forðast nr. 11.
Vondur dagur
Ekki leikurinn til að velja margt vont. Leikurinn og þá sérstaklega seinni hálfleikurinn frábær skemmtun og bæði lið að spila fótbolta á háu tempói. En...til að velja eitthvað úr þá þarf að horfa til þess að hægri vængur Blika átti mjög erfitt varnarlega allan leikinn og ég er alveg pottþéttur á því að mr. Gunnleifsson hefði viljað stoppa eitt af þessum skotum.
Dómarinn - 5,0
Nú þarf vissulega að horfa til þess að hér var enskur dómari sem var að dæma fótbolta ólíkan þeim sem hann var vanur. Hann byrjaði á að leyfa býsna margt en svo eftir um 25 mínútur fór hann að flauta mikið, sérstaklega "á jörðinni". Þá kom spjaldasúpa sem mér fannst í einhverjum tilvikum vera grimm lína en svo þegar Mikkelsen braut illa þá kom gult en ekki rautt. Svo voru þarna móment sem þarfnast skoðunar, bæði möguleg rangstaða í síðasta marki leiksins en líka atvik sem gátu jafnvel verið víti. Þetta var leikur á háu tempói í ólíkum fótbolta frá því sem hann venst og því felli ég hann ekki...
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('62)
8. Viktor Karl Einarsson ('74)
9. Thomas Mikkelsen ('62)
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Davíð Ingvarsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Elfar Freyr Helgason
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Þórir Guðjónsson ('62)
20. Kolbeinn Þórðarson ('74)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('62)

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('50)
Thomas Mikkelsen ('60)
Guðjón Pétur Lýðsson ('66)
Damir Muminovic ('81)

Rauð spjöld: