Keflavík
0
2
Selfoss
0-1 Hrafnhildur Hauksdóttir '11
0-2 Hrafnhildur Hauksdóttir '52
Karitas Tómasdóttir '68
Sophie Mc Mahon Groff '82 , misnotað víti 0-2
08.08.2019  -  19:15
Nettóvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Gjóla, sól og um 12 stiga hiti. Völlurinn flottur
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 140
Maður leiksins: Hrafnhildur Hauksdóttir
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir ('78)
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff
7. Maired Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('63)
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('63)
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
7. Kara Petra Aradóttir
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('63)
20. Eva Lind Daníelsdóttir ('78)
22. Helena Aradóttir
30. Marín Rún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Amelía Rún Fjeldsted
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Margrét Ársælsdóttir
Herdís Birta Sölvadóttir

Gul spjöld:
Natasha Anasi ('15)
Katla María Þórðardóttir ('62)
Sophie Mc Mahon Groff ('76)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Seiglusigur Selfoss
Hvað réði úrslitum?
Kraftur og áræðni Selfyssinga. Þær mættu Keflavík af hörku og leyfðu heimakonum aldrei að ná neinu flæði í spil sitt. Skoruðu tvö mörk úr föstum leikatriðum og sigldu sigrinum í höfn.
Bestu leikmenn
1. Hrafnhildur Hauksdóttir
Það var vandræðum háð á vellinum að sjá hver skoraði mörk Selfoss en Hrafnhildur gerði þau víst bæði. Var sömuleiðis að vinna gríðarlega vel úti á velli.
2. Grace Rapp
Vinnslan skilar henni hingað. Endalaust að vinna fyrir lið sitt og skilaði góðu dagsverki.
Atvikið
Misnotuð vítaspyrna Keflavíkur. Konu fleiri í stöðunni 0-2 fær Keflavík vítaspyrnu. Sophie Groff tekur spyrnuna en setur boltann í stönginna og út. Kórónaði dag Keflavíkur sem hefðu líklega getað spilað til morguns án þess að skora mark.
Hvað þýða úrslitin?
Selfoss sest í þriðja sæti deildarinnar sem verður að teljast frábært fyrir liðið. Keflavík er fast í fallbaráttu og ljóst að erfitt verkefni bíður þeirra.
Vondur dagur
Sophie Groff fær þetta en nánast allt lið Keflavíkur spilaði undir getu. Að misnota víti á ögurstundu trompar það samt og því átti hún vondan dag. Undirritaður átti líka vondan dag. Samverknaður sólarinnar og haugdrullugrar rúðu í blaðamannaboxinu gerði það að verkum að á löngum köflum sáum við sem í boxinu vorum lítið af því sem fram fór inn á vellinum.
Dómarinn - 3
Arnar tók skrýtna línu í kvöld. Byrjaði á að leyfa allt, svo ekkert og svo aftur allt. Sleppti mikið af augljósum brotum og dæmdi svo á eitthvað sem var ekki neitt og jafnvel spjaldaði fyrir þau brot. Vítið er sömuleiðis vafasamt.
Byrjunarlið:
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Kelsey Wys
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir ('59)
14. Karitas Tómasdóttir
15. Allison Murphy
18. Magdalena Anna Reimus
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Dagný Pálsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
9. Halla Helgadóttir ('59)
16. Selma Friðriksdóttir
21. Þóra Jónsdóttir
29. Cassie Lee Boren

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('40)

Rauð spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('68)