Haukar
1
2
Magni
Þórður Jón Jóhannesson '65 1-0
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson '83
1-2 Louis Aaron Wardle '86
10.08.2019  -  14:00
Ásvellir
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Ólafur Aron Pétursson
Byrjunarlið:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
Ásgeir Þór Ingólfsson
5. Sigurjón Már Markússon
6. Þórður Jón Jóhannesson
8. Ísak Jónsson (f)
11. Arnar Aðalgeirsson
14. Sean De Silva
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson ('76)
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson ('62)
20. Raul Segura ('72)

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
3. Hörður Máni Ásmundsson
7. Aron Freyr Róbertsson ('62)
10. Kristófer Dan Þórðarson ('72)
16. Oliver Helgi Gíslason ('76)
23. Guðmundur Már Jónasson
24. Ólafur Sveinmar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Búi Vilhjálmur Guðjónsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hafþór Þrastarson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Sigmundur Einar Jónsson
Kristján Huldar Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@BaldvinPalsson Baldvin Pálsson
Skýrslan: Magni með gríðarlega mikilvægan sigur
Hvað réði úrslitum?
Það sem réði helst úrslitum var breytingin á Magna í seinni hálfleik. Í þeim fyrri láu þeir aftarlega á vellinum og voru í vörn. Þeir stóðu sig vel í því og voru þéttir og góðir en í seinni hálfleik var allt annað að sjá þá frammi, þeir voru grimmir og sköpuðu hættur og það var bara tímaspursmál um hvenær boltinn myndi enda í marki Hauka.
Bestu leikmenn
1. Ólafur Aron Pétursson
Hann var frábær á miðjunni hjá Magna og stóð sig vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik og ennþá betur í sóknarleiknum í þeim seinni.
2. Daníel Snorri Guðlaugsson
Var mjög öflugur bæði í vörn og sókn, hann var duglegur að hlaupa upp kantinn og virtist ekki ætla stoppa hann þegar hann var kominn á stað. Margar flottar fyrirgjafir sem hefðu mátt vera nýttar betur af samherjum.
Atvikið
Seinna mark Magna var rosalegt. Ólafur tók fast skot af 30 metrum sem Sindri var í rauninni ekki að búast við. Vindur og hraði skotsins gerði þetta heldur ekki auðvelt fyrir Sindri sem sló boltann niður beint á Louis sem potaði honum inn.
Hvað þýða úrslitin?
Mikilvægur sigur fyrir Magna sem lyftu sér í 11. sæti fyrir ofan Njarðvík. Þeir eru núna með 13 stig, einu minna en Haukar sem sitja í 10. sæti. Bæði lið þurfa að vinna næsta leik og gæti Magni styrkt stöðu sína mikið þá en þeir taka á móti Aftureldingu sem eru með 17 stig í 9. sæti.
Vondur dagur
Þetta var fallbaráttu leikur og því ansi slæmt fyrir Haukamenn að tapa honum. Magni eru aðeins einu stigi á eftir þeim og næsti leikur Hauka er úti á móti Þór sem sitja þæginlegir í 2. sæti deildarinnar. Það verður erfiðari leikur og því hefði þetta verið afar góður sigur fyrir Hauka.
Dómarinn - 7,5
Almennt séð mjög flottur dómari. Hafði gaman að því að hann leyfði mörgu að sleppa í fyrri hálfleik til þess að halda leik tempói og þetta voru aldrei brot sem hefðu hjálpað eða eyðilagt fyrir öðru hvoru liði. Í seinni hálfleik dæmdi hann hinsvegar aðeins meira og vildu Haukamenn fá víti tvisvar. Ég gef honum ekki hærra en þetta þar sem ég er sammála einu af því.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Áki Sölvason ('80)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
8. Arnar Geir Halldórsson
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('66)
9. Guðni Sigþórsson
10. Lars Óli Jessen ('23)
14. Ólafur Aron Pétursson
15. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Kristinn Þór Rósbergsson
26. Viktor Már Heiðarsson

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
7. Jordan William Blinco
18. Jakob Hafsteinsson
18. Ívar Sigurbjörnsson
19. Kian Williams ('66)
99. Angantýr Máni Gautason ('80)
99. Louis Aaron Wardle ('23)

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:
Ólafur Aron Pétursson ('37)

Rauð spjöld: