Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
HK
4
1
KR
Arnþór Ari Atlason '6 1-0
Birnir Snær Ingason '12 2-0
Bjarni Gunnarsson '20 3-0
3-1 Pálmi Rafn Pálmason '45
Emil Atlason '88 4-1
11.08.2019  -  16:00
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Allt samkvæmt venju í Kórnum!
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1010
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason - HK
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('79)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('79)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('90)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson
14. Hörður Árnason
17. Valgeir Valgeirsson
20. Alexander Freyr Sindrason

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
9. Brynjar Jónasson ('79)
16. Emil Atlason ('79)
17. Kári Pétursson ('90)
18. Atli Arnarson
21. Andri Jónasson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Emil Atlason ('80)
Brynjar Jónasson ('86)

Rauð spjöld:
@maggimar Magnús Már Einarsson
Skýrslan: HK rúllaði yfir hikandi toppliðið
Hvað réði úrslitum?
Það hefur verið magnað að fylgjast með HK-ingum undanfarnar vikur og í dag héldu þeir áfram að toppa sig með því að sigra topplið KR örugglega í Kórnum. Þéttur varnarleikur og beittar skyndisóknir skiluðu HK-ingum þremur mörkum á fyrstu tuttugu mínútunum. Eftir það varðist liðið gífurlega vel og sigldi fimmta sigrinum í hús í síðustu sex leikjum! KR-ingar voru hikandi öllum aðgerðum og toppliðið náði sér alls ekki á strik í dag.
Bestu leikmenn
1. Birnir Snær Ingason - HK
Binni bolti elskar að spila innandyra og hann sýndi sínar bestu hliðar í dag. Stimplaði sig inn með marki í fyrsta byrjunarliðsleik með HK áður en hann lagði upp síðasta markið að auki.
2. Arnþór Ari Atlason - HK
Allir leikmenn HK skiluðu flottu dagsverki í dag og erfitt að taka menn út. Arnþór Ari spilaði aftar á miðjunni en vanalega og leysti það hlutverk með prýði. Skoraði fyrsta markið og var duglegur allan leikinn.
Atvikið
KR byrjaði leikinn á stórsókn en á sjöttu mínútu skoraði Arnþór Ari Atlason sitt fyrsta mark í sumar eftir undirbúning frá hinum efnilega Valgeiri Valgeirssyni. Þarna gaf HK tóninn því fjórtán mínútum síðar var staðan orðin 3-0!
Hvað þýða úrslitin?
HK er komið upp í 3. sæti og af fullum þunga í Evrópubaráttuna. Eitthvað sem enginn bjóst við fyrir mót! KR er áfram á toppnum, núna sjö stigum á undan Breiðabliki.
Vondur dagur
Leikmenn KR geta allir gert mun betur í dag. Tobias Thomsen og Kristján Flóki Finnbogason byrjuðu saman frammi og komust lítið áleiðis. Varnarlínan var í miklu basli, sérstaklega á fyrstu 20 mínútunum, en HK-ingar sköpuðu þá stórhættu nánast alltaf þegar þeir komust yfir miðju. Kennie Chopart og Skúli Jón Friðgeirsson vilja báðir gleyma þessum leik sem fyrst.
Dómarinn - 8
Einn og einn dómur sem menn voru ósáttir með en heilt yfir var línan fín hjá Guðmundi Ársæli og yfir engu stóru að kvarta.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('83)
7. Tobias Thomsen ('70)
8. Finnur Orri Margeirsson ('59)
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Björgvin Stefánsson ('83)
14. Ægir Jarl Jónasson ('70)
16. Pablo Punyed ('59)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: