Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Selfoss
0
1
Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir '65
21.08.2019  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Logn og milt síðsumarveður.
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: 311
Maður leiksins: Hlín Eiríksdóttir
Byrjunarlið:
Anna María Friðgeirsdóttir ('74)
1. Kelsey Wys
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir ('64)
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Allison Murphy
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('81)
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Dagný Pálsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
9. Halla Helgadóttir ('64)
11. Anna María Bergþórsdóttir ('74)
16. Selma Friðriksdóttir ('81)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Grace Rapp ('58)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Valskonur taka þrjú stig yfir brúnna
Hvað réði úrslitum?
Fyrstu 20 mínútur leiksins voru fjörugar og bæði lið fengu fín færi til að skora, þá sérstaklega Valskonur sem voru meira með boltann. Selfyssingar voru hinsvegar fastar fyrir og áttu nokkrar skemmtilega útfærðar skyndisóknir. Síðari hálfleikur var rólegri og bæði lið fengu færi. Hlín Eiríksdóttir nýtti eitt slíkt fyrir Valskonur og það dugði til. Hörkuleikur tveggja góðra liða en sigurinn sanngjarn heilt yfir.
Bestu leikmenn
1. Hlín Eiríksdóttir
Hlín skoraði markið sem skildi á milli og fær nokkur rokkprik fyrir það. Var þar að auki vinnusöm og ógnandi á köflum.
2. Grace Rapp
Grace heldur áfram að spila vel á miðjunni hjá Selfoss. Bjó til nokkra góða sénsa fyrir sitt lið og barðist eins og ljón.
Atvikið
Hlín skoraði eina mark leiksins þegar hún mætti eins og gammur á fjærstöng og skilaði misheppnaðri hreinsum Cassie Boren í netið. Frábær klárun og mikilvægt mark.
Hvað þýða úrslitin?
Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram og sitja á toppi deildarinnar, taplausar með 40 stig eftir 14 leiki. Selfosskonur eru áfram í 4. sæti en horfa girndaraugum á 3. sætið sem þær munu freista þess að taka af Þór/KA í næstu umferð.
Vondur dagur
Það var engin að eiga leik lífs síns í kvöld en að sama skapi engin alveg úti að aka. Ég hefði verið til í að sjá meira frá reynsluboltunum Hallberu og Margréti Láru í liði Vals og eins átti Cassie Boren að gera betur í aðdraganda Valsmarksins þegar henni mistókst að hreinsa frá marki sínu og skallaði boltann þess í stað fyrir markaskorarann Hlín.
Dómarinn - 7
Mér fannst vanta aðeins upp á samræmið í dómgæslunni í seinni hálfleik en ég held að Steinar og félagar hafi gert rétt í að dæma ekki vítaspyrnur í upphafi leiks og hafi þar með verið með stóru atriðin á hreinu.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f) ('89)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('67)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('86)

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('67)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('86)
19. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('89)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Karen Guðmundsdóttir
María Hjaltalín

Gul spjöld:
Hallbera Guðný Gísladóttir (f) ('76)

Rauð spjöld: