Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grótta
3
1
Fram
Arnar Þór Helgason '24 1-0
Óliver Dagur Thorlacius '37 , misnotað víti 1-0
Sölvi Björnsson '67 2-0
2-1 Fred Saraiva '79 , víti
Sölvi Björnsson '81 3-1
23.08.2019  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Rigning en blankalogn. Ekki algengt hérna á Seltjarnarnesi.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Sölvi Björnsson (Grótta)
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason
Halldór Kristján Baldursson
2. Arnar Þór Helgason
6. Sigurvin Reynisson (f)
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('80)
11. Sölvi Björnsson
16. Kristófer Scheving
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Theodór Árni Mathiesen (m)
8. Júlí Karlsson ('80)
17. Agnar Guðjónsson
30. Bessi Jóhannsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Bjarni Rögnvaldsson
Dagur Guðjónsson
Daði Már Patrekur Jóhannsson
Halldór Árnason
Þór Sigurðsson
Leifur Auðunsson

Gul spjöld:
Júlí Karlsson ('82)

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
Skýrslan: Pepsi-Max lykt á Nesinu
Hvað réði úrslitum?
Færanýting Gróttu var einfaldlega betri. Fram fékk urmul af færum til að skora fleiri mörk en raun bar vitni og hefðu þess vegna ekki þurft að tapa leiknum 3-1. Grótta var samt betri í leiknum og vel að sigrinum komnir.
Bestu leikmenn
1. Sölvi Björnsson (Grótta)
Sölvi skoraði 2 mörk í dag, fiskaði víti og var að öllu leyti frábær. Gerði út um leikinn strax og Fram héldu að þeir hefðu náð sér í líflínu með því að skora þriðja mark Gróttu.
2. Hákon Rafn (Grótta)
Hákon Rafn var stórkostlegur í leiknum í dag. Varði eins og veggur og fékk eitt mark á sig, úr víti, sem var ekki réttur dómur held ég. Lokaði rammanum og er enn og aftur að sanna sig sem einn besti markmaður deildarinnar.
Atvikið
3. mark Gróttu. Framarar hafa líklega hugsað sér gott til glóðarinnar eftir að þeir minnkuðu muninn en þá fengu þeir þessa blautu tusku í andlitið frá Sölva sem kláraði leikinn endanlega.
Hvað þýða úrslitin?
Gróttumenn fara upp í 2. sæti deildarinnar með 34 stig og setja alvöru pressu á öll þrjú liðin í kringum þá, Fjölni, Þór og Leikni en þau síðarnefndu eiga einmitt leik á morgun. Framarar færast niður um sæti í kvöld þar sem Ólsarar unnu Fjölni 4-1 og sitja í 7. sæti deildarinnar og stimpla sig nánast út úr baráttunni um sæti í Pepsi-Max deildinni að ári.
Vondur dagur
Marcao fær þennan titil þótt nokkrir leikmenn Fram hafi komið vel til greina. Settist á bossann og gaf Gróttu víti í stöðunni 1-0 þar sem þeir hefðu getað sest almennilega í bílstjórasætið í leiknum og réði svo lítið við Pétur Theodór í leiknum.
Dómarinn - 6
Einar Ingi stóð sig ágætlega í leiknum en ákvað samt að gefa Fram samt víti, þótt ég haldi að AD2 hafi ákveðið þetta fyrir Einar.
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('85)
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Marcao
6. Gunnar Gunnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('65)
10. Fred Saraiva
11. Jökull Steinn Ólafsson
20. Tiago Fernandes
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson
23. Már Ægisson

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
3. Heiðar Geir Júlíusson
4. Stefán Ragnar Guðlaugsson ('85)
10. Orri Gunnarsson
11. Magnús Þórðarson
15. Steinar Bjarnason
71. Alex Freyr Elísson ('65)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Bjarki Hrafn Friðriksson
Matthías Kroknes Jóhannsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Haraldur Einar Ásgrímsson ('52)
Jökull Steinn Ólafsson ('61)
Alex Freyr Elísson ('73)
Tiago Fernandes ('75)

Rauð spjöld: