Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Valur
2
0
HK
Andri Adolphsson '17 1-0
Patrick Pedersen '45 2-0
Guðmundur Þór Júlíusson '64
28.09.2019  -  14:00
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Geggjað veður, 12 stiga hiti, logn og sól. Svona var sumarið 2019.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 784
Maður leiksins: Hannes Þór Halldórsson, Valur
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('83)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('59)
9. Patrick Pedersen ('88)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
6. Sebastian Hedlund ('59)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('88)
24. Valgeir Lunddal Friðriksson ('83)
28. Emil Lyng
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('41)
Andri Adolphsson ('61)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('81)
Haukur Páll Sigurðsson ('82)

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Hannes bjargaði hripleku Valsliði
Hvað réði úrslitum?
Það má alveg segja að úrslitin hafi verið ósanngjörn. Leikmenn HK fóru í gegnum varnarleik Vals sem var eins og gatasigti en Hannes Þór Halldórsson varði eins og berserkur og í raun réði hann úrslitum í dag.
Bestu leikmenn
1. Hannes Þór Halldórsson, Valur
Það var virkilega ánægjulegt að sjá Hannes klára tímabilið með þvílíkum klassa leik. Það styttist í mikilvæga landsleiki gegn Heimsmeisturum Frakka og Andorra og ef hann verður í svona stuði getum við látið okkur hlakka til.
2. 2. Patrick Pedersen, Valur
Patrick er einstaklega góður leikmaður. Var vinnusamur í dag og skoraði mark. Langaði greinilega mikið að fá eitthvað út úr leiknum og þrátt fyrir að meiðast undir lok fyrri hálfleiks harkaði hann af sér, hélt sér á hreyfingu allan hálfleikinn og hélt áfram.
Atvikið
Þegar fjölmiðlamönnum var afhent leikskýrsla á Origo-vellinum klukkustund fyrir leik var búið að fylla út öll nöfn leiksins nema þjálfarateymi Vals. Hvort þetta hafi mátt túlka sem einhvers konar yfirlýsingu eða bara mjög óheppilega handvömm verður ósagt látið en nöfnum Óla Jó, Sigurbjörns Hreiðarssonar, Kristófers Sigurgeirssonar og Rajko Stankovic var bætt á skýrsluna skömu fyrir leik. Eftir leik var svo tilkynnt að Óli sé hættur þjálfun liðsins, fékk ekki endurnýjun á samningi.
Hvað þýða úrslitin?
Þessi úrslit hafa litla þýðingu enda höfðu liðin ekki að miklu að keppa. Valur endaði mótið í 6. sæti með 29 stig en HK tveimur stigum neðar í 9. sæti.
Vondur dagur
Greyið Guðmundur Þór Júlíusson fær þennan lið í dag. Hann var á leið í Pepsi Max-deildina með HK síðasta haust en sleit krossband í einum af fyrstu æfingaleikjum vetrarins. Þar með varð tímabilið ónýtt og hann spilaði ekki leik. Hann var samt fyrirliði liðsins og fékk hlutverk sem liðsstjóri í sumar. Hann brást reiður við röngum dómi í leiknum og lét í sér heyra, virtist komast upp með það þegar Þjóðólfur Gunnarsson sá rauða spjaldið fyrir en fjórði dómari fattaði mistökin og lét vísa Guðmundi af svæðinu. Þetta þýðir að þegar hann er loks klár í Pepsi Max-deildina næsta sumar byrjar hann tímabilið í leikbanni.
Dómarinn - 4
Mér fannst Ívar Orri lélegur í þessum leik. Ég reyni að vera sanngjarn í þessum lið þegar ég skrifa skýrslur en menn verða líka að vinna sér inn fyrir hrósinu og hann gerði það ekki í dag. Sem dæmi verð ég að benda á að mér finnst óskiljanlegt hvernig hægt er að horfa í hina áttina þegar leikmenn á spjaldi brjóta af sér bara til að sleppa því að lyfta rauðu. Þetta kom líka illa í bakið á Ívari Orra þegar Andri Adolphsson hrinti Atla Arnarsyni í bræðiskasti og Ívar ákvað að gera EKKERT. Ekki rautt spjald og ekki einu sinni gult sem hefði orðið seinna gula Úr varð farsi þar sem hann gaf tveimur liðsstjórum HK rauða spjaldið en hætti svo við annað þeirra.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('66)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason ('80)
10. Ásgeir Marteinsson ('87)
14. Hörður Árnason
18. Atli Arnarson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
16. Emil Atlason ('66)
17. Valgeir Valgeirsson ('80)
20. Alexander Freyr Sindrason
21. Andri Jónasson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Sigurður Viðarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Arnar Freyr Ólafsson ('64)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('69)

Rauð spjöld:
Guðmundur Þór Júlíusson ('64)