Þróttur R.
1
2
FH
0-1 Morten Beck Guldsmed '5
Djordje Panic '31 1-1
1-2 Morten Beck Guldsmed '55
24.06.2020  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól og bliða ekkert að því.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Logi Hrafn Róbertsson
Byrjunarlið:
Sveinn Óli Guðnason
Magnús Pétur Bjarnason ('60)
2. Sindri Scheving
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f) ('45)
8. Aron Þórður Albertsson
14. Lárus Björnsson ('76)
20. Djordje Panic ('67)
23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson ('45)

Varamenn:
1. Franko Lalic (m)
3. Árni Þór Jakobsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson ('45)
9. Esau Rojo Martinez ('60)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
11. Dion Acoff ('67)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('45)
22. Oliver Heiðarsson ('76)

Liðsstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Srdjan Rajkovic
Páll Steinar Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Birkir Þór Guðmundsson ('13)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Draumamark Djordje dugði Þrótturum ekki
Hvað réði úrslitum?
Styrkur FH var Þrótturum ofviða. Með Morten Beck í teignum skoraði FH þegar mest á reyndi og hélt heimamönnum að mestu í skefjum. Fagmannleg frammistaða þó menn viti að mun meira býr í FH liðinu en þeir sýndu í kvöld. Þróttarar geta þó vel við unað því þeir gáfu risunum úr Hafnarfirði alvöru leik og geta byggt ofan á góða frammistöðu í kvöld.
Bestu leikmenn
1. Logi Hrafn Róbertsson
15 ára og átti toppleik. Unun að sjá unga leikmenn stíga upp með sjálfstraust og eiga virkilega góðan leik í vörn FH. Tengdi vel við Guðmund Kristjánsson og átti bara yfir allt afbragðsleik. Virkilega yfirvegaður í sínum aðgerðum og solid til baka Leikmaður sem verður gaman að fylgjast með í framtiðinni.
2. Þórir Jóhann Helgason
Sívinnandi á miðjunni og kom sér oft í fínar skotstöður. Gott fyrir hann að fá mínútur og skila góðum leik. Leikmaður sem gæti orðið FH dýrmætur í þéttu móti.
Atvikið
Stórglæsilegt mark Djordje Panic á 31. mínútu hleypti lífi í Þróttara. Tók skotið af um 20 metra færi og boltinn söng í samskeytunum. Frábært mark
Hvað þýða úrslitin?
Bikarinn er svo einfaldur. FH áfram og í pottinum þegar dregið verður en ekki Þróttur.
Vondur dagur
Rosalega erfitt að ætla velja einhvern til að eiga vondan dag eftir prýðisleik beggja liða. Baldur Sigurðsson fék tak í lærið eftir um hálftíma leik sem er alls ekki gott svo við gefum honum þetta og vonumst eftir honum til baka sem allra fyrst.
Dómarinn - 6.5
Stundum svolítið ósamkvæmur sjálfum sér en komst í heildina bara mjög vel frá sínu hann Einar Ingi.
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Daníel Hafsteinsson
8. Þórir Jóhann Helgason
8. Baldur Sigurðsson ('29)
11. Jónatan Ingi Jónsson
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('76)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('76)
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson ('29)
25. Einar Örn Harðarson
35. Óskar Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason
Jóhann Ægir Arnarsson

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('74)

Rauð spjöld: