Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Valur
1
4
ÍA
0-1 Viktor Jónsson '4
0-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson '29
0-3 Bjarki Steinn Bjarkason '38
Patrick Pedersen '50 1-3
1-4 Steinar Þorsteinsson '73
03.07.2020  -  20:00
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól en ekki alveg blíða
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 922
Maður leiksins: Viktor Jónsson (ÍA)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('57)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen ('84)
14. Aron Bjarnason ('57)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('57)
21. Magnus Egilsson ('84)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Varamenn:
12. Torfi Geir Halldórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('57)
5. Birkir Heimisson ('84)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('57)
18. Lasse Petry ('57)
24. Valgeir Lunddal Friðriksson ('84)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('32)
Valgeir Lunddal Friðriksson ('86)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Gulir og glaðir Skagamenn sýndu hvað í þeim býr
Hvað réði úrslitum?
Skagamenn mættu áræðnir til leiks, það var mikil barátta í þeim og þeir gáfu Valsmönnum ekkert eftir. Þeir nýttu sér mistök í vörn Vals, skoruðu þrjú í fyrri hálfleik og vörðu stöðu sína vel í seinni hálfleiknum. Valsmenn minnkuðu muninn snemma í seinni hálfleik, en það kom aldrei nein hræðsla í lið ÍA. Þeir héldu bara áfram og kláruðu svo leikinn.
Bestu leikmenn
1. Viktor Jónsson (ÍA)
Engin spurning. Þú ert bara maður leiksins ef þú skorar eitt og leggur upp þrjú. Flottur á kantinum.
2. Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Gekk frá leiknum með laglegu marki. Stóð fyrir sínu á miðsvæðinu. Elskar flikkið.
Atvikið
Ég ætla að segja annað mark ÍA sem Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði. Vá, hvað það var flott mark. Það gerði stöðu ÍA þægilegri og þetta var eiginlega lítil sem engin hætta eftir það.
Hvað þýða úrslitin?
Bæði lið eru með sex stig eftir fjóra leiki. Ég ætla að giska á það að Skagamenn séu sáttari með þá niðurstöðu.
Vondur dagur
Varnarlína Vals var afskaplega döpur. Magnus Egilsson gaf boltann frá sér trekk í trekk, Orri Sigurður gerði stór mistök í fyrsta markinu, Birkir Már og Orri litu ekki vel út í öðru markinu, Hannes leit ekki vel út í fjórða markinu... það var alltof auðvelt að spila í gegnum vörn Vals. Heimir og Túfa þurfa að fara yfir varnarleikinn, og margt fleira.
Dómarinn - 8,5
Egill Arnar dæmdi þennan leik bara mjög vel. Spurning hvort Marcus hefði átt að fjúka út af í fyrri hálfleik, en það hefði kannski verið heldur til strangur dómur. Heilt yfir mjög flott hjá honum.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson
7. Sindri Snær Magnússon
8. Hallur Flosason ('61)
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('74)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('74)
93. Marcus Johansson ('79)

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('61)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('74)
16. Brynjar Snær Pálsson ('74)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('79)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
Daníel Þór Heimisson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Gísli Laxdal Unnarsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Marcus Johansson ('34)
Hallur Flosason ('58)
Tryggvi Hrafn Haraldsson ('85)

Rauð spjöld: