Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KR
2
0
Víkingur R.
Kári Árnason '25
Kristján Flóki Finnbogason '61 1-0
Sölvi Ottesen '78
Halldór Smári Sigurðsson '85
Pablo Punyed '88 2-0
04.07.2020  -  17:00
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Bö-vélin sér til þess að grasið er rennislétt og blautt. Sól og 13 stig, léttur vindur á annað markið, frá KR-heimilinu.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Kristján Flóki Finnbogason
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('52)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f) ('87)
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('45)
23. Atli Sigurjónsson ('71)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
7. Tobias Thomsen ('87)
8. Finnur Orri Margeirsson ('52)
8. Stefán Árni Geirsson ('45)
14. Ægir Jarl Jónasson ('71)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Alex Freyr Hilmarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('20)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('57)
Pablo Punyed ('78)
Aron Bjarki Jósepsson ('82)
Rúnar Kristinsson ('86)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Rauð sól í Vesturbæ - KR í annað sæti
Hvað réði úrslitum?
Þrjár brottvísanir, allar á sama lið. Hetjuleg barátta Víkinga fjaraði smám saman út jafnóðum og fækkaði í liði þeirra. Ekki viss um að þetta hafi nokkurn tíma hent í efstu deild íslenskrar knattspyrnu - heil varnarlína rekin útaf.
Bestu leikmenn
1. Kristján Flóki Finnbogason
Skoraði markið sem braut ísinn í leik sem virtist ætla markalaus.
2. Óttar Magnús Karlsson
Ógnandi og stanslaust að berjast. KR áttu í miklum vanda með hann.
Atvikið
Varúð. Langur pistill. Fjögur stór atvik koma upp í leiknum sem þarf að ræða. a) Kennie Chophart fer með olnbogann í andlit Nicolaj Hansen í horni í fyrri hálfleik en sleppur með það. Sást ekki úr stúkunni en klárlega í endursýningu sjónvarps. b) Kristján snýr Kára af sér og er sloppinn í gegn, Kári tekur í Kristján sem fellur strax við. Þekktur leikur í nútíma fótbolta, framherjar standa oft ekki slíka snertingu af sér og um leið og dómarinn flautar er þetta rautt spjald. c) Rautt spjald á Sölva. Úr stúkunni virðist hann slá Stefán liggjandi í jörðinni og enginn þar verður var við bakhrindingu Pablo Punyed í aðdragandanum en augljóst í sjónvarpi. d) Í lok leiks hendir Halldór sér í suddalega tæklingu á Kennie sem er borinn slasaður af velli og rautt á loft. Hvað nú? Í viðtali eftir leik vildi Arnar ekki kalla eftir VAR en a.m.k. í atvikum a) og c) hefðu dómarar klárlega þegið aðstoð sjónvarpsins og ljóst má vera að sérstaklega hefði fyrsta atriðið breytt leiknum, alltaf víti og mögulega rautt á Chopart. Umræðan hlýtur að verða enn sterkari á Íslandi því að úr stúkunni fór margt framhjá auganu sem sjónvarp og skjárinn hafi bjargað.
Hvað þýða úrslitin?
KR eru komnir í 2.sæti PepsiMax. Víkingar sitja í 8.sæti eftir fyrsta tapleikinn þeirra í deildinni.
Vondur dagur
Aftur frekar flókið að finna út úr því. KR áttu ekki góðan dag, sérlega átti miðjan erfitt í dag. Svolítið kjánalegt að taka hlut úr sigurliðinu en leikurinn verður ekki skoðaður á venjulegan hátt eftir að Sölvi fer útaf. Tækling Halldórs á Chopart var auk þess afar vond.
Dómarinn - 5,0
Sjá "atvikið". Dómaratríóið mun væntanlega fara oft yfir leikinn, eftirlitsdómarinn þarf að horfa á hann líka nokkrum sinnum til að skoða vafaatvikin fjögur. Rauðu spjöldin voru umdeild og hægt að ræða marga hluti í þeim öllum með gamla "með" og "á móti" umræðuþræðinum eftir liðum...og olnbogi Chopart var hár. Allur vafi fellur KR-megin sem verður ekki litið framhjá. Tríóið var hins vegar ákveðið í sínum verkum og allur dómaraprótókollurinn var réttur. Er VAR svarið??? Allir vita að ég er á því persónulega m.a. vegna þess að ég held að dómarar séu svekktir að missa af atriðum inni á vellinum sem skipta máli.
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f) ('64)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen ('64)
24. Davíð Örn Atlason ('71)
77. Atli Hrafn Andrason ('37)

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason ('64)
9. Helgi Guðjónsson ('71)
11. Dofri Snorrason ('37)
17. Atli Barkarson
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('64)
80. Kristall Máni Ingason

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Benedikt Sveinsson
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Arnar Gunnlaugsson ('26)
Júlíus Magnússon ('47)

Rauð spjöld:
Kári Árnason ('25)
Sölvi Ottesen ('78)
Halldór Smári Sigurðsson ('85)