Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
KR
3
1
Breiðablik
Stefán Árni Geirsson '2 1-0
Pablo Punyed '9 2-0
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson '33
Pablo Punyed '82 3-1
13.07.2020  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Stutta útgáfan. GEGGJAÐAR. Sléttur grasvöllur í góðu ástandi og smá gola. Skyldumæting!
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 2352
Maður leiksins: Pablo Punyed
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
0. Pálmi Rafn Pálmason ('83)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Stefán Árni Geirsson ('70)
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('62)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('83)
7. Tobias Thomsen
14. Ægir Jarl Jónasson ('70)
17. Alex Freyr Hilmarsson
22. Óskar Örn Hauksson ('62)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('90)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: KR komu, sáu og sigruðu eftir sveitafríið
Hvað réði úrslitum?
Upphaf leiksins skrifaði handritið. KR-ingar komu æðandi upp úr startblokkunum eftir níu daga hlé þar sem leikmenn fengu m.a. þriggja daga frí og fóru í sveitina að sögn Rúnars þjálfara. Tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum var munur sem Blikar náðu ekki að yfirvinna.
Bestu leikmenn
1. Pablo Punyed
Einn allra besti, ef ekki bara besti leikur Pablo í KR-treyjunni. Skorar 2 flott mörk en var sívinnandi fyrir liðið, teiknandi upp sóknarlotur en ekki síður að leggja mikið á sig í pressunni.
2. Stefán Árni Geirsson
Stefán þakkaði fyrir byrjunarliðssæti í fyrsta sinn í efstu deild með að skora geggjað einstaklingsmark. Var sífellt ógnandi og hefði getað sett fleiri mörk
Atvikið
Fyrsta mark leiksins var sannkallað konfekt og setti leikinn í farveg. Stefán Árni fékk boltann 50 metra frá marki, fór framhjá nokkrum leikmönnum Blika og lagði hann yfirvegað í fjærhorn. Sannkallað draumamark.
Hvað þýða úrslitin?
KR eru fyrstir til að leggja Blika í sumar og fara yfir Kópavogsbúa í 2.sæti, bara markatölunni á eftir Fylki. Blikar detta í 3.sæti deildarinnar.
Vondur dagur
Frábær fótboltaleikur sem bauð upp á eiginlega allt og sannarlega fáar vondar frammistöður. Bakverðir Blika litu illa út í fyrri hálfleik þar sem KR fóru mikið á bakvið þá, sérstaklega fór Atli illa með Davíð. Setjum vonskuna á þá...en þeir stigu vel upp í síðari hálfleik.
Dómarinn - 8,0
Flott frammistaða tríósins. Einar leyfði spjöldunum lengi að vera í vasanum í leik sem bauð upp á mörg leikbrot. Hann hélt línunni vel og allt undir styrkri stjórn. Dómari vill að fáir muni eftir frammistöðu hans eftir leik held ég...og Einar var á þeim stað eftir leikinn.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('64)
9. Thomas Mikkelsen
10. Brynjólfur Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('46)
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('75)

Varamenn:
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('64)
10. Kristinn Steindórsson ('75)
11. Gísli Eyjólfsson
16. Róbert Orri Þorkelsson
31. Benedikt V. Warén
77. Kwame Quee ('46)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Ólafur Pétursson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('27)
Viktor Karl Einarsson ('56)
Brynjólfur Willumsson ('89)

Rauð spjöld: