Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Fylkir
1
1
Breiðablik
0-1 Petar Rnkovic '55
Jóhann Þórhallsson '80 1-1
02.07.2012  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson ('67)
4. Finnur Ólafsson ('84)
4. Andri Þór Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
17. Davíð Þór Ásbjörnsson

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('67)
16. Tómas Joð Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson ('84)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Árni Freyr Guðnason ('71)
Andri Þór Jónsson ('69)
Kjartan Ágúst Breiðdal ('20)

Rauð spjöld:
@BastiiS Sebastían Sævarsson Meyer
Jafntefli í tíðindalitlum leik í Árbænum
Fylkir og Breiðablik skildu jöfn 1-1 í ansi bragðdaufum leik í Árbænum í Pepsi-deild karla í kvöld.

Leikurinn byrjaði afar rólega og bæði lið byrjuðu á því að fikra sig inn í leikinn. Blikar héldu boltanum betur í upphafi leiks á meðan Fylkismenn lágu til baka og reyndu að beita skyndisóknum.

Fyrri hálfleikur einkenndist af hægu spili og hálffærum en hvorugu liðinu tókst að skapa sér hættuleg færi.

Staðan var því markalaus þegar flautað var til hálfleiks en seinni hálfleikur var tiltölulega fjörugri. Björgólfur Takefusa komst í upplagt færi í byrjun síðari hálfleiks þegar hann var sloppinn í gegn eftir sendingu frá Magnúsi Þóri en móttakan hjá Björgólfi misheppnaðist svo sóknin rann út í sandinn.

Það dró síðan til tíðinda á 55. mínútu þegar Blikar fengu aukaspyrnu frá hægri kanti. Kristinn Jónsson tók þá spyrnuna og boltinn flaug fyrir markið, beint á kollinn á Sverri Inga sem fleytti honum yfir á Petar Rnkovic sem skallaði í netið.

Liðin skiptust á að sækja í kjölfarið og á síðasta stundarfjórðungnum var talsvert um færi en þegar tíu mínútur voru til leiksloka náðu heimamenn að jafna leikinn eftir skelfileg mistök hja Sigmari Inga í marki Blika. Davíð Þór átti þá skot af löngu færi, beint á Sigmar en sá náði ekki að grípa boltann sem datt fyrir Jóhann Þórhallson sem potaði boltanum í markið.

Lokakafli leiksins var nokkuð fjörugur og fengu bæði lið góð færi til þess að stela sigrinum. Sverrir Ingi var í tvígang nálægt því að skora fyrir Blika á meðan Björgólfur Takefusa hefði getað tryggt heimamönnum sigurinn í blálokin eftir skógarhlaup Sigmars Inga en varnarmenn Blika náðu að bjarga á síðustu stundu.

Lokatölur 1-1 jafntefli sem verður að teljast sanngjörn úrslit en eftir leikinn er Breiðablik í fimmta sæti með 14 stig á meðan Fylkir situr í því sjöunda með 13 stig.
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson ('84)
2. Gísli Páll Helgason ('50)
4. Damir Muminovic
15. Davíð Kristján Ólafsson ('56)
15. Adam Örn Arnarson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson ('56)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('84)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('50)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Olgeir Sigurgeirsson ('82)
Sverrir Ingi Ingason ('60)
Árni Vilhjálmsson ('57)
Davíð Kristján Ólafsson ('51)

Rauð spjöld: